Breiðfirðingur - 01.04.1943, Síða 55
breiðfirðingur
53
að ráfa um kaldbak lífsins í átta áratugi? Oft hafði
hún þó liaft keifuna í fangið. Stundum er ónotalegt í
bjálkahúsiriu iiennar. En þá sezt hún við arin minn-
inganna og hverfur heim. Fóstran strýkur kinn hennar.
Þegar ég enga vissi vegi,
varstu mér sól á æskudegi;
hvað mundi’ eg ein og án þin þá,
er ómálga barn í reifum lá.
Þú sagðir blitt: „Æ, mundu mig,
og mundu, þó eigir móður ekki,
mundu, þó engan föður þekkir,
guð áttu’ á himnum, góða min,
guð, sem allstaðar sér til þín.“
Bernskustöðvar liennar blasa við auga. Blágresis-
brekkan sunnan í borginni er enn hin sama, og' enn
brosir sóley í varpa.
í helli bak við háan foss
hljóp ég, vakin gleði.
Hann mér saldaust sætum koss
seiddi klaka úr geði.
Þar ég undi létt í lund,
löðrið hrundi’ i straumum,
varla mundi værri blund
vöku bundin draumum.
Hún sér svein i fossbrekkunni í Rauðsgili. Hann er
enn ungur. Æskuvonir hennar, gilið, fossinn og sveinn-
inn, allt fer það saman í vitund liennar og verður aldrei
skilið i sundur. Sál hennar fyllist sólskini og' sunnan-
þey. En jafnharðan dregur kólgubakka á loft og hret
skellur á. Minningarnar ýfa upp gömul sár, en þau eru
henni ekki eins viðkvæm og áður, þvi að reynsla langr-
ar sevi hefur borið á þau græðilyf.