Breiðfirðingur - 01.04.1943, Side 56
54
BREIÐFIRÐINGUR
Ég gerist nú, vinur, svo göniul og sljó,
ég gleðst ei né hryggist af neinu;
ég skældi’ ekki vitund, en helkalt ég hló,
er hrundið og kysst var í einu.
Hún kemst í snertingu við ættfólk sitt, ævi þess, bar-
áttu, sigra og ósigra. Örlög' þess eru spunnin af svip-
uðum toga og liennar. Henni er það ekki dulið, hvaða
kynfylgjur eru lienni trúastar.
Ég hef drótt í æðum átt
opna’ er þótti ginið,
hugsa stórt, en hljóta smátt
hefi’ eg sótt í kynið.
Þannig líða kvöldin og' tómstundirnar hjá Júlíönu, í
litla húsinu hennar i Skálavík. Hún hverfur heim og
heilsar upp á vini sína og kunningja. Morgundagurinn
kemur með strit og stríð. Hún má ekki láta verk úr
hendi falla, ef hún á að geta bjargazt áfram. Vinnan
er henni gleðigjafi, þótt árin séu mörg að baki, og það
er lienni á við liálfan lileif, að vera þar, sem glaðværð-
in mettar andrúmsloftið. Sjálf er hún hýr og lætur margt
fjúka í liispurleysi sínu við samstarfsfólkið. Hún kann
flátthátt og undirmálum illa og svarar rógheranum
þannig:
Veiztu’ ei, granni, eg hef annað
um að hirða,
en náunganna mannorð myrða,
merja, tanna og lítilsvirða.
Þegar að henni er veitzt, snýst hún i gegn, ómyrk i máli:
Þú, sem beljar bölv og raus,
beztu tel ég notin
kvarnir melja úr heimskum haus,
hrista’ út skeljabrotin.
Hræsnarinn fær líka kveðju hennar:
Sýndi vottinn vinsemdar,
veifaði skotti hræsninnar,
svellkalt glott á vörum var,
vissi’ ei gott til frambúðar.