Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 59
BREIÐFIRÐINGUR
57
IV.
Fjörutíu árum síðar en lítil mær heilsaði löndum
sínum heima á Islandi, kemur ljóðahók út í Winnipeg,
er lieitir Hagalagðar. Háöldruð einmana kona, örsnauð,
tínir saman smámunina sína, liún á ekki annað að g'efa.
Ljóðalind Júlíönu í Akureyjum hefur vaxið i útlegð-
inni, hún hefur veitt lienni unun og frið á dimmstund-
um og erfiðum dögum. Hún tjáir raunir sínar og gleði
i ferskeytlunni, þessu óviðjafnanlega formi alþýðutúlk-
unar. Ævi sinni lýsir liún í einni ferskeytlu.
Mín er saga frost og fönn,
fækka dagar hlýju;
hefur nagað tímans tönn
töfra úr hragagígju.
Yrkisefni Júliönu eru svipuð og áður, en leikni henn-
ar er stórum meiri. Hún verður aldrei talin til stærri
spámanna i hópi ísl. skálda, og sjálf fór liún þess
ekki dulin.
Skáldlist mín og skrift er eitt,
skapa’ eg rósir engar nýjar,
því í æsku nam ei neitt
nema’ aS moka fjós og kvíar.
En það ætla ég, að hún sómi sér vel á hekk isl. liag-
yrðinga, er „yrkja sér til hugarhægðar, en livorki sér
til lofs né frægðar".
Hagalagðar Júlíönu eru flestum ókunnir liér á landi.
Erindin og vísurnar hér að framan eru allar úr þeim,
nema fjórar þær fyrstu. Rúmið leyfir ekki að birta
nema fáar til viðbótar. Eru þær teknar liér og þar úr
hókinni.
Slæðast árin burtu beint,
bræSist snjárinn harma,
græSast sár, en löngum leynt
læSast tár um hvarma.