Breiðfirðingur - 01.04.1943, Síða 70
68
BREIÐFIRÐINGUR
urinn orðinn mæddur. Aldrei siðar gat ég fengið liann
til þess að segja mér fleira. Svo fór ég burtu, og nokkru
síðar dó þessi gamli vinur minn, og allt það einkenni-
lega, sem hann eflaust liefði getað sagt, hvarf með
lionum inn í þögnina miklu.
En litlu skal hér við hætt, er bundið er við hann. -
Eitt sinn vorum við Ingimundur að vinna saman
í nánd við svonefnda Eyjólfshryggju í Flatey. Þett
var að vorlagi í góðu veðri. Þá kom hátur, og lenti hann
við áðurnefnda bryggju. Báturinn var úr Hvallátr-
um, og formaðurinn var Daníel Jónsson, tengdabróðir
Ólafs hónda Bergsveinssonar.
Daníel var maður glaðvær og" liressilegur, þeir Ingi-
mundur voru frændur. Daníel kemur nú upp frá bátn-
um, og kastar hann kveðju á okkur glaðlega.
Ekki man ég glöggt, hvernig orð féllu, en ég man að
Ingimundur segir: „Ertu nú á nýjum báti?“ „Jú, frændi“,
svarar Daníel. „Þú ættir nú að skreppa ofaneftir og
líta á hann, þetta er fallegur bátur.“ Ingimundur tek-
ur undir það. Síðan gengur Daníel burt.
Skömmu síðar gengur Ingimundur ofan að bátnum
sem flaut við hryggjuna, fer út í liann og sezt á austur-
rúmsþóftuna og horfir fram eftir bátnum.
Er liann liefur setið þar stund, sprettur hann upp
fer fram eftir bátnum, hægt og eins og fálmandi. Þeg-
ar hann kemur upp hryggjuna, er liann mjög þungur
á hrún. Hann kemur og tekur til við vinnu sína, þegj-
andi, en ég sé á handtökum hans, að skapið var ekki
gott.
„Sástu nokkuð?“ spyr ég.
Gamli maðurinn skimaði í kringum sig'. Þegar hann
sá, að við vorum einir, lireytti liann út úr sér: „Ekkert
nema andsk...... myrkur. Þetta er hölvuð hlandkolla.“
„Heldur þú að slys verði á bátnum,“ spyr ég. „Það
sannast á símum tíma. .Tá, ég veit það,“ svaraði hann.
Síðan vildi hann ekki frekar um það tala.