Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 77
BREIÐFIRÐINGUR
75
Sumum kann nú að koma til hugar að ég ætli hér að
rita um sandfok og önnur eyðandi náttúruöfl, sem ógna
byggðum landsins. Svo er þó ekki. Gegn skemmdarstarfi
sandsins hefir verið hafin heillavænleg barátta. Það
„sandfok“, er ég geri liér að umræðuefni, liggur á öðru
sviði.
Þegar gerður er samanburður á Breiðafjarðareyjum
fyrr og nú, þá verður ekki lijá því komizt að álykta, að
hættan á hyggðarauðn sé farin að nálgast þær iskyggi-
lega mikið. Á síðari árum liefir hjrggð lagzt niður í
nokkrum eyjum og lítil von að þær byggist á ný. Yfir
öðrum virðast þessi örlög vofa þegar á næstu árum. Á
mörgum eyjanna er nú orðið svo fámennt, sérstaklega
á vetrum, að vart er annað fólk eftir en hjónin með
nokkur börn og ef til vill eitthvað af gamalmennum. M.
ö. o„ það getur ekki talizt að sumar eyjanna séu háts-
færar, en í uppvexti mínum þótti það lágmarkskrafa um
mannafla á hyggðri eyju, að þar væri hátsfært.
Nú er svo komið, að mörg býli eru ekki fullnytjuð
sökum manneklu. Á stórbýlum, þar sem áður voru að
staðaldri 20—30 heimamenn, eru nú 3—5 fullorðnar
manneskjur, auk harna. Á Bjarneyjum voru á uppvaxt-
arárum mínum 8 bændur, nú aðeins 3, og mjög verð ég
að draga það í efa. að Bjarneyjabændur séu nú þeim
mun efnaðri sem þeir eru færri. í Flatey var þá allblóm-
leg þilskipaútgerð og kauptúnið bar, að ýmsu leyti, vott
um yehnegun. Nú her þar flest merki hnignunar. Útgerð
engin, svo teljandi sé. Ungir menn liverfa að lieiman
í atvinnuleit og margir flvtja jiaðan alfarnir. Gömlum
Breiðfirðingum hlýtur að renna til rifja, er þeir lita Flat-
ey í núverandi ástandi og íhuga livert stefnir fyrir þessu
forna menningarsetri og miðdepli Breiðafjarðar. Hægt
væri að nefna ótal fleiri dæmi, er öll sýna að byggðin
í Breiðafjarðareyjum er í alvarlegri liættu og væri kann-
ske ekki úr vegi fyrir vort háa Alþingi að taka á dagsltrá
fleiri vandamál viðvíkjandi Breiðafjarðareyjum en það,