Breiðfirðingur - 01.04.1943, Qupperneq 79
BREIÐFIRÐINGUIi
//
íjárflutninga. Þarna kemur vélin i stað handaflsins. Inn
á önnur sviö búnaðarháttanna ná áhrif trillunnar ekki.
Það er þvi augljóst mál, að bátavélin ein fær ekki hjarg-
að eyjabúskapnum frá hruni, heldur ekki önnur þægindi,
svo sem talstöðvarnar, sem Vestureyingar liafa fengið
og eru mikilsverður tengiliður milli eyjanna.
IV.
Ég hefi nú í stuttu máli drepið á hættuna, sem livílir
vfir Breiðafjarðareyjum. Ef áfrarn þokast i sömu átt og
nú hefir farið um hríð, getur það leitt til þess, að byggð
leggist þar niður að miklu eða jafnvel öllu leyti, en eyj-
arnar verði einskonar útver, þar sem menn liggja við á
vorin til að afla dúns, eggja og sels.
En undarlegt væri, ef engin ráð fyndust til að bjarga
hínum kostamiklu eyjum frá slíkum örlögum.
Breiðafjarðareyjar eru að mörgu leyti sannkallað gós-
enland. Þar eru m. a. matarbúr hin mestu, er þekkjast
hér á landi. Þegar sultur og harðindi herjuðu landið fyrr
á tímum, reyndust þessar eyjar lífgjafi stórra hópa hálf-
horfallinna manna er þangað flykktust til þess að forðast
hungurdauðann. Þar mun aldrei hafa þekkzt matarskort-
ur í neinni likingu við það, sem aðrar byggðir höfðu af
að segja. Breiðafjarðareyjar munu því aldrei leggjast í
eyði af þeim ástæðum, að þær þyki kostarýrar hújarðir.
En, eins og ég hefi þegar sýnt fram á, er búskapur þar
niannfrekur, og eyjabændum verður þungt undir fæti,
sem öðrum, að halda vinnufólk með því kaupi, sem nú er
krafizt.
Það virðist liggja í augum uppi, að vinnufólksöldin er
uð hverfa úr lífi íslenzkra sveita. En ráðið fyrir bændur
þessa lands, ef þeim á að takast að forða atvinnurekstri
sínum frá hruni, virðist því vera það, að verða sjálfum
sér nógir, þannig, að enga vinnuorku þurfi að kaupa. Hér
á ég þó ekki við einyrkjabúskap. Hann er allstaðar erf-