Breiðfirðingur - 01.04.1943, Qupperneq 87
liREIÐFIRÐINGUR
85
verið á fyrsta fundinum. Og eftir þeim undirstöðuatrið-
um liefir nefndin liagað starfi sínu. Húu hefir haldið alls
nálega 20 fundi, og á þeim hafa verið rædd einstök atriði
verksins og hyggt á þann hornstein, er lagður var á fyrsta
og öðrum fundi hennar haustið 1942.
Þegar i upphafi var nefndinni ljóst, að veigamikið at-
riði í starfi hennar yrði að afla nægilegs fjár til þess að
standa straum af útgáfunni. Það er augljóst, að jafn-um-
fangsmikið verk og það, sem hér verður unnið, er ekki
hægt að framkvæma án mikils kostnaðar, og þótt sá kostn-
aður ætti að fást greiddur, þegar farið verður að selja
ritið, er óvíst, að það seljist með kostnaðarverði, og auk
þess er æskilegt, að söluverð hvers einstaks lieftis mæti
kostnaðinum við útgáfuna á næsta hefti á eftir.
Nefndin var þvi einliuga um að reyna að fá nægilegt fé,
áður eu fyrsta heftið kemur út, tíl þess að greiða kostnað-
inn við það. I þessu skyni lét hún búa til fjáröflunarlista
og dreifa þeim meðal fjölmargra Dalamanna i Rvik og
annarra Breiðfirðinga þar. Ennfremur voru þeir sendir
héraðanefndunum, sem kjörnar liafa verið i sveitunum
vestra. Um árangurinn af fjársöfnun þessari er ekkert
unnt að segja að svo stöddu, því að fáir hafa gert skila-
grein enn. En nefndin vonar fastlega, að árangurinn verði
viðunanlegur, en það fer auðvitað mikið eftir elju þeirra,
sem haí'a tekið við söfnunarlistum.
Á fyrsta fundi sínum tók nefndin að ræða um að leita
aðstoðar heima i héruðunum fyrir vestan. Það lá i augum
uppi, að slík aðstoð, hver sem hún yrði, þyrfti að vera
skipulögð á einhvern hátt. Sú ákvörðun var því tekin að fá
kosnar þriggja manna nefndir í hverjum hreppi Dalasýslu,
er yrðu hægri hönd nefndarinnar liér í öllu þvi, sem þar
verður gert. En mennirnir í þessar nefndir voru valdir
þannig, eftir tilmælum nefndarinnar hér, að lireppsnefnd
valdi einn mann, og er hann formaður, og ungmennafélag
og kvenfélag tilnefndu sinn manninn livort, þar sem slík