Breiðfirðingur - 01.04.1943, Side 89
breiðfirðingur
87
í’ljótu bragði ómerkileg. Þá þarf að skýra frá uppruna
þeirra, ef hægt er, og ástæðunum til þess að viðkomandi
staður hlaut nafnið. Ennfremur þarf að fylgja stutt en
gagnorð lýsing á staðnum. Allt þetta þarf að vera leyst af
bendi með binni fyllstu nákvæmni, því aðeins kemur það
að fullum notum.
Söfnun alþýðufróðleiks nær bæði til bundins og ó-
bundins máls, þjóðsagna og kvæða, sagna um skrítna
menn og konur, sem uppi hafa verið í Dölum vestur, ferða-
sagna og annarra fróðleiksþátta, sem eru þess virði, að
þeim sé forðað frá gleymsku. Gamalt fólk fyrir vestan á
efalaust i fórum sínum ýmsan fróðleik, sem er þess virði,
að honum sé haldið til haga. Nefndirnar þurfa að rita allt
slikt niður og senda nefndinni hér.
Þá skal getið þeirra manna, sem liafa lofað að rita vissa
kafla sögunnar. Hr. Ölafur Lárusson, prófessor við Há-
skóla íslands, hefir lofað að rita fyrsta liefti sögunnar, og
mun það ná yfir landnámsöldina og, ef til vill, lengra. Dr.
Jón Jóhannesson, settur prófessor við norrænudeild Há-
skólans, hefir lofað að annast annað hindið, en það mun
taka við þar, sem fyrsta bindinu lýkur, og ná til 1262. Loks
hefir Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, tekið að sér
að rita náttúrusögu og héraðslýsingu Dalasýslu. Handrita
er varla hægt að vænta frá þessum mönnum fyrr en eftir
2—4 ár. En þá mun væntanlega verða strax hafin prent-
un á þeim köflum sögunnar. Þess má geta, að nefndin
hefir rætt við fleiri menn um að taka að sér að rita eitt-
hvað af sögunni, en enn hefir það ekki verið endanlega á-
kveðið. Það er því ekki rétt að geta um nöfn í því sam-
bandi að svo stöddu.
—o—-
Ég mun þá að síðustu ræða nokkuð um liina þrjá liöfuð-
þætti ritsins, sem ég minntist á í uppliafi.
Almenna sagan ætti að vera atvinnusaga og að nokkru
Ieyti menningarsaga héraðsins, annars verður það vænt-
anlega einkum hlutverk bókmenntasögunnar. í almennu