Breiðfirðingur - 01.04.1943, Síða 97
BREIÐFIRÐINGUR
95
í'ýsi og réttlætiskennd getur orði'ð rík i mönnum. Guð-
mundur frá Narfeyri átti, alla þá tið, sem ég til hans
þekkti, við vanheilsu að stríða, ef til vill ekki svo ægilega
fyrst í stað, en hún ágerðist hröðum skrefum eftir þvi sem
æviárum hans fjölgaði. Þrátt fyrir þetta starfaði hann
sleitulaust myrkranna á milli, ekki til þess að búa i hag-
inn fyrir sig' sjálfan i ellinni, vitandi það, að vanheilsa
hans myndi heldur ágerast en réna, heldur í þágu hinna
fátækustu og smæstu i þjóðfélaginu, þeirra, sem engan
nema hann áttu að, eins og fyrst í stað varð raunin á í
Stykkishólmi. Er yfirleitt hægt að ganga lengra í því að
sýna mannkærleik sinn og fórnarlund? Ég held varla. —
Guðmundi auðnaðist sú hamingja að sjá árangur verka
sinna i lifanda lífi. Hann sá verkalýð Stykkishólms þrosk-
ast á braut samtaka sinna og öðlast betra og fullkomnara
líf, en hann áður hafði þekkt. Þó er mér nær að halda,
að þyrnir hafi leynzt meðal þeirra rósa, því engan veginn
held ég að þeir Hólmarar hafi kunnað að meta það óeigin-
gjarna starf, þá drenglund og fórnfýsi, sem Guðmundur
hafði látið þeim í té, enda er ekki örgrant um að nokkurs
biturleiks kenndi í fari þess ágæta manns síðustu árin, og
það ef til vill ekki alveg að ósekju, en liér er hvorki staður
né rúm til að rekja þá sögu. —
Með Guðmundi Jónssyni frá Narfeyri er fallinn í valinn
einn þeirra manna, sem fyrstir ruddu þá slóðina, sem til
mestrar hamingju hefir leitt fyrir íslenzkan verkalýð og
þá fátækari og smærri í þjóðfélaginu á síðasta mannsaldri.
Sæti hans á bekk brautryðjendanna verður vandfyllt og
þáttur hans i þróunarsögu Stykkishólms og þar með
Snæfellsness mun seint verða rakinn eins og skyldi. —
En eitt er víst, að lians nánustu kunna að meta mann-
kosti hans að verðleikum, enda gat ekki betri heimilis-
föður og skylduræknari eiginmann en hann var. Því er
hann að sjálfsögðu sárast og innilegast kvaddur af þeim,
en hinir, sem til hliðar standa og voru aðeins áhorfendur
að þeim drengskap, sem hann ávallt sýndi í hinni stöðugu