Fréttablaðið - 03.11.2018, Page 34

Fréttablaðið - 03.11.2018, Page 34
H ljómsveitin Al-Namrood hefur verið virk í rúman áratug. Hún hefur hins vegar aldrei spilað á tónleikum og er ekki í neinu sambandi við aðdáendur sína í heimalandinu, Sádi-Arabíu. Hljómsveitarmeðlimir hafa aldrei komið fram undir nafni og engar myndir af hljóm- sveitinni er að finna á netinu. Ástæðan er einföld. Hljóm- sveitin spilar svartmálm (e. black metal) og með textunum lýsa þremenningarnir andúð sinni á þjóðartrúnni íslam. Við þessu er dauðarefsing. Fréttablaðið setti sig í sam- band við manninn sem kallar sig Mephisto, stofnmeðlim, hljómsveitarinnar. Að hans sögn er vonlaust að staðan breytist á meðan Mohammed bin Salman er krónprins. Tjá myrkustu hugsanir Svartmálmur er hvergi megin- straumstónlist og hefur helst ratað á síður blaðanna í tengslum við kirkjubrennur og ofbeldisglæpi tónlistarmanna í Noregi. Mephisto segir að sögu hljómsveitarinnar megi rekja til þess að þrír arabískir drengir, í trúaðasta og kúgaðasta samfélagi jarðar, hafi áttað sig á því að „trúarbrögð séu ekkert annað en sviksemi“. Þau efli óréttlátt kerfi og því hafi drengirnir valið þessa tón- list sem vettvang til að „tjá sínar myrkustu hugsanir“. Saga tónlistarstefnunnar mark- ast að miklu leyti af andstöðu við trúarbrögð, einna helst kristni. Á þetta bendir Mephisto og segir svartmálm því henta boðskapnum vel. Innblásturinn kemur, að sögn Meph istos, frá hljómsveitum á borð við Darkthrone og Bathory en þjóð- legri arabískri tónlist er blandað við hinn hefðbundna svartmálmshljóm. Í lífshættu Þótt blátt bann sé í Sádi-Arabíu við tónlistinni halda meðlimir Al- Namrood ótrauðir áfram. „Allt sem stangast á við sjaríalög er ólöglegt í Sádi-Arabíu. Það er afar auðvelt að brjóta þessi lög þar sem það sem telst saklaust í eðlilegum heimi telst hér saknæmt. Vegna þess ákváðum við hreinlega að gera bara það sem við viljum. Við yrðum fordæmdir sama hvað. Ef ekki vegna tónlist- arinnar þá vegna þess hvernig við hugsum. En við þurftum líka að fá útrás. Að reyna að tala máli hinna kúguðu og vekja athygli á þeim sem hafa þorað að brjótast úr hlekkjum heilaþvottarins.“ En telja hljómsveitarmeðlimir sig í hættu, í ljósi þess að dauðarefsing er við broti þeirra? „Já, að hluta til vegna tónlist- arinnar sjálfrar en einnig vegna afstöðu okkar gagnvart trúnni. Að sjálfsögðu óttumst við að yfirvöld komist að því hverjir við erum. Við þurfum að takast á við þann ótta. En við getum ekki leyft óttanum að stjórna okkur,“ segir Mephisto. Að hans sögn halda þeir áfram sköpun sinni, þrátt fyrir hættuna, þar sem hljómsveitarmeðlimir vita að ríkisstjórnin getur illa stjórnað veraldarvefnum. „Við, og margir aðrir, notum netið til þess að hafa samband við umheiminn. Sam- félagsmiðlar verða sífellt íburðar- meiri. Það er hægt að skapa nafn- lausan aðgang og tjá þannig skoðanir sínar. Sjónvarpið er ekki lengur eina upplýsingaveitan. Nú get ég tjáð skoðanir mínar en samt varið mig gegn ríkisstjórninni.“ Einangraðir Mephisto segir að áskoranirnar séu fjölmargar fyrir hljómsveit sem er í raun bönnuð, talin hættuleg. Hann nefnir skort á stuðningi, tækjabún- aði og upptökuverum og baráttuna fyrir nafnleynd. „Svo er auðvitað áskorun fólgin í því að búa í landi þar sem þú veist að þú verður háls- höggvinn, komist yfirvöld að því hver þú ert,“ segir Mephisto og bætir við: „Við erum orðnir einangr- aðri. Við höfum lítið samband við fjölskyldu okkar og vini. Við þurfum að fara afar gætilega svo ekki komist upp um okkur.“ Og í ljósi þess að tónlist og boð- skapur Al-Namrood er ekki liðinn í Sádi-Arabíu segist Mephisto hrein- lega ekki vita hvernig tónlist þeirra hefur verið tekið þar í landi. „Ég á mjög sjaldan samskipti við aðdá- endur í Sádi-Arabíu. Ég veit að þeir eru til en þeir geta auðvitað ekki tjáð stuðning sinn við okkur. Ég veit að það er hættulegt fyrir þá.“ Mephisto tekur fram að á Face- book geti hann séð að hljómsveitin á 45 aðdáendur sem staðsettir eru í Sádi-Arabíu. „Þetta gætu verið raun- verulegir aðdáendur. En þetta gæti líka verið lögreglan í stafrænu dular- gervi. Ég er ekki viss.“ Ofurharðstjóri Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað mikið um Mohammed krónprins, sem er eiginlegur leið- togi Sádi-Arabíu vegna veikinda Salmans konungs. Talið er líklegt að Mohammed hafi fyrirskipað eða að minnsta kosti vitað af morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í Istanbúl í upphafi mánaðar. Khas- hoggi var þekktur andstæðingur prinsins og hafði gagnrýnt hann harðlega, meðal annars í pistlum í Washington Post. Mephisto segir að það breyti engu, hvorki fyrir hljómsveitina né almenning, að Mohammed sé nú að komast til valda. „Það verða engar breytingar. Einn harðstjóri fer og annar kemur í staðinn. Bara í mis- munandi litum með öðruvísi áróð- ur. Ef þú lítur til þess að hann er að bjóða upp á ýmiss konar afþreyingu fyrir almenning geturðu séð að það er bara til þess að líta betur út. Inn við beinið er þetta enn sama gamla ofuríhaldssama trúarofstækiskerfið. Þungarokk er enn álitið satanískt,“ segir Mephisto og bætir við: „Hann er ofurharðstjóri. Með gullmedalíu í sínu fagi.“ Óttist þið, í ljósi Khashoggi-máls- ins, að krónprinsinn muni nú ganga lengra til að þagga niður í andstæð- ingum sínum? „Það gleður mig að þú spyrjir að þessu. Þótt það hryggi okkur auð- vitað að heyra af því að öðrum Sádi- Araba (ekki þeim fyrsta) hafi verið slátrað er ég einhvern veginn glaður yfir að þetta hneyksli vakti heims- athygli. Þannig hefur heimurinn fengið innsýn í okkar raunveruleika. Þessi mikilmennskubrjálæðingur mun þagga niður í hverjum þeim sem er ósammála honum. Fyrir það galt herra Khashoggi.“ Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn á að tjáningarfrelsið auk- ist í framtíðinni er svar Mephistos einfalt: „Það hef ég aldrei verið.“ Hætta lífinu fyrir tónlistina 10 Years of Resistance nefnist safn- plata sádiarabísku sveitarinnar sem kom út fyrr á þessu ári. Dauðarefsing er við tónlist og boðskap hljómsveitarinnar Al-Namrood í heima- landinu Sádi-Arabíu. Sveitin hefur samt sem áður gefið út plötur í áratug. Stofn- andi sveitarinnar ræðir við Fréttablaðið um óttann og stöð- una í Sádi-Arabíu. Öfgar og hraði Svartmálmur er ein öfgafyllsta undirstefna þungarokks. Hún einkennist af hráum upptöku­ gæðum, öskrandi raddbeitingu og miklum hraða. Umfjöllunarefni söngtextanna getur verið mis­ munandi. Í textum sínum hefur mikill fjöldi sveita þó lýst andúð á kristinni trú, hvort sem hún er sett fram með stuðningsyfirlýsingu við kölska eða heiðna siði. Lítið brot svartmálms má svo flokka sem nýnasistasvartmálm en sú stefna nýtur lítillar hylli í þungarokkssam­ félaginu. Svartmálmur er skandinavísk stefna og eru stærstu og þekkt­ ustu böndin frá Noregi og Svíþjóð. Sum þeirra hafa vakið heims­ athygli, þá einna helst norska sveitin Mayhem. Sú athygli var þó ekki vegna tónlistarinnar. Annars vegar komst sveitin í fréttirnar eftir að söngvarinn, Per Yngve Ohlin, skaut sig í hausinn með haglabyssu. Hljómsveitarmeð­ limir fundu hann, tóku mynd af líkinu og settu á umslag plötunnar Dawn of the Black Hearts. Hins vegar komst sveitin í fréttir þegar bassaleikarinn Varg Vikernes myrti gítarleikarann Øystein Aarseth. Þá voru meðlimir Mayhem, líkt og nokkurra annarra skandinavískra sveita, viðriðnir kirkjubrennur á tíunda áratugnum. Nokkuð blómleg svartmálms­ sena er á Íslandi og er senan trú­ lega sú stærsta í neðanjarðarheimi þungarokks hér á landi. Sveitir á borð við Misþyrmingu, Svarta­ dauða, Auðn og Sinmara hafa verið að gera góða hluti að undan­ förnu og þá má ekki gleyma eldri sveitum á borð við Potentiam, sem gaf út meistarastykkið Bálsýn árið 1999, og því að rætur Sólstafa liggja í stefnunni. Við höfum lítið sam- band Við fjölskyldu okkar og Vini. Við þurfum að fara afar gætilega. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r34 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -6 7 1 0 2 1 4 6 -6 5 D 4 2 1 4 6 -6 4 9 8 2 1 4 6 -6 3 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.