Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 28
26
BREIÐFIRÐINGUR
heldur ekkert. Það eitt minnir á fuglalíf, að stór hrafns-
f jöður liggur á einni rauðri líparítklöpp, og á annarri sjá- j
um við trítlandi lóu, aleina, og hvað hún er að gera hér,.
get ég ekki ímyndað mér.
Við erum komnir upp í skálina. Það eru sannkallaðii
grjótheimar. Ekki stingandi strá, eintómt grjót, ótrúleg
litadýrð samt, og steinfagurt með fádæmum. Steinninn
hefur nefnilega sína sérstöku fegurðartöfra, alveg eins og
fuglinn, blómið, brimaldan, hvítar maríutásur á bláum
himni eða regnboginn í úða fossins. Og fegurð steinsins
er varanlegri en flest annað.
Þarna uppi í brúninni er surtarbrandur, neðar er grænt
leirlag, og þar eiga að vera steingerðir trjábútar. Hrun
úr þessum lögum fellur stundum í skálina, þótt við sé-
um ekki svo lánsamir að finna þess neinar menjar í þetta
skipti. A hinn bóginn tínum við þarna marga fallega
jaspishnullunga, sérlega hef ég gaman af ýmsum gulum
og brúnum afbrigðum, sem ég hef ekki fundið annars
staðar, og einnig fallegar sambreyskjur.
Hærra er haldið, og nú gefa menn sér tíma til þess að-
líta í kringum sig og horfa yfir þann hinn breiða flóann
svo langt sem augað eygir. Við sáum allt vestur í Grund-
arfjörð. Þar blasir við hið hnarreista og sérkennilega
Kistufell. Neðar er Bjarnarhafnarfjallið mjúklega formað.
Með allri strandlengjunni gjálfra bláar, hvítfextar öldur,
eða eins og Stefán frá Hvítadal lýsti því:
„Ymur sama alda blá
upp við fjörusand.“
Þá taka við eyjaklasar hver af öðrum. Mig brestur kunn-
ugleika til að nefna eyjarnar með nafni, þótt sumar kann-