Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 106
104
BREIÐFIRÐINGUR
vel menntaður. Hann hafði ágæta rithönd og var stílfær
í hezta lagi, og töluglöggur svo af bar, enda notfærðu
samferðamenn hans sér það, sem sjá má á því, hve lengi
honum var falin endurskoðun ýmissa reikninga, og sveit-
arstörf. Hann átti ágætt bókasafn og las mikið og var
sérlega fróður og minnugur á menn og málefni samtíðar-
innar. Hann var vel heima í sögu þjóðarinnar að fornu
og nýju, og samdi nokkrar ritgerðir fræðilegs efnis sem
birtar voru m.a. í Árbókum Fornleifafélagsins og tímarit-
inu Breiðfirðingur, og ef til vill víðar, og bera þessar rit-
gerðir vott um skarpskygni hans og dómgreind og áhuga
fyrir því sem þjóðlegt var.
En þessi fræðimennsku-áhugi Guðbrandar naut sín ekki
eins og efni stóðu til og æskilegt hefði verið, vegna þess
að honum gafst ekki tími til þess háttar starfa, fyrr en á
efri árum. Þó hygg ég að hann hafi látið eftir sig sitthvað
markvert í handriti.
Guðbrandur var gestrisinn svo af har, og höfðingi heim
að sækja, og skemmtilegur, því hann var víða heima og
gat talað af kunnugleika um margvísleg málefni; um bók-
menntir þjóðarinnar að fornu og nýju, sérstaklega bundið
mál, og kunni ógrynni af ljóðum og vísum, og var honum
það mjög tiltækt. Sömuleiðis um atvinnusögu og fornleif-
ar. En stjórnmál líðandi stundar voru þó gjarnan efst á
baugi og tiltækast umræðuefni, þegar ekki var langur tími
til umræðna.
Guðbrandur á Svelgsá giftist ekki og átti ekki afkom-
endur. Hann bjó fyrstu árin með systrum sínum Þorleifu
og Hólmfríði, en síðustu 38 árin var Guðrún ■ Jónasdóttir
bústýra hjá honum. Var hún Guðbrandi mjög samhent i