Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 52
50
I5REIÐFIRÐINGUR
íiafa verkfræðingar Jarðhitadeildar gert kostnaðaráætlan-
ir og tilraunir með þurrkun þarans og efnagreiningu á hon-
um. Jarðhiti er undirstaða þess að hægt sé að þurrka þara
hér á landi. Þess vegna koma Reykhólar svo mjög til greina
sem staður fyrir þaraþurrkverksmiðju og hafa því þara-
miðin þar í nánd einkum verið rannsökuð.
Dýrmcet efni til iðnaðar
Efnin, sem ætla má að megi vinna úr þaranum, eru fjög-
ur og eru þau um helmingur af þurrefni þarans, en um
87% af honum er vatn. Hér er um að ræða alginssýru,
mannítt, laminarin og fucoidin og eru það allt dýrmæt
efni. Sölt af alginssýru eru t.d. notuð í matvælaiðnaði,
trefjaiðnaði, gúmmíiðnaði, málningariðnaði, lyfjaiðnaði við
læknisaðgerð, í snyrtivörur o.f]. Mannítt er notað til fram-
leiðslu á alls kyns efnasamböndum, þar á meðal í sprengi-
efnaefnaiðnað, málningar- og gerviefnaiðnaði. Til gamans
má geta þess að Frakkar hafa í mörg ár gert tilraunir meö
framleiðslu á manníti úr þara og eru nú að reisa verk-
smiðju, sem á að framleiða 130 þús. unda verðmæti á
ári og fer öll framleiðslan í þeirra eigin gerviiðnað. La-
minarin er m.a. notað í alls konar lyf gegn blóðsjúkdóm-
um og fucoidin einnig í lyf.
Eftir að búið er að ná þaranum, er um tvenns konar
framleiðslu að ræða. Hægt er að framleiða úr þaranum
ferskum, en á því eru ýmsir annmarkar. Einnig má fram-
leiða fyrst mjöl, og úr því hin dýrmætu efni og getur verk-
smiðjan þá unnið allt árið.
Sigurður Hallsson sagði, að nú væri verið að athuga
hagkvæma þurrkunaraðferð, sem ekki skemmdi hin dýr-