Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 69
BREIÐFIRÐINGUR
67
Messunni var lokið, og faðir minn bað mig að bíða
frammi í göngunum í Ytri-bænum, meðan hann væri á
stuttum fundi hreppsnefndar, sem átti að halda í stofunni.
Fundurinn virtist dragast meira á langinn en ætlað var,
og raddir einhverra inni í stofunni urðu stöðugt háværari.
Þá heyri ég eins og klórað í hurð innar í göngunum, en
þar var skuggsýnt og svo var sezt á einhverja kirnu, sem
þar var utan við stofuhurðina, og allt í einu heyrði ég
ekkasog. Þetta var gömul kona, sem var þar þá og hafði
verið sögð til sveitar af bláfátækum aðstandendum.
„Hvað er að þér?“ stundi ég og snerti handlegg gömlu
konunnar dauðfeiminn.
„Það er verið að ráðstafa mér þarna inni,“ snökkti hún.
Og ég vil ekki fara, get ekki farið í þann stað, sem býðst
til að taka mig með minnstri meðgjöf. Gerðu nú eitt fyrir
mig. Finndu Sæmund búfræðing og biddu hann að koma
strax. Hann skilur okkur aumingjana bezt, og engum hlýða
þeir fremur en honum.“
Eg fann Sæmund bráðlega og bað hann að koma. „Hvað
er að þér Gudda mín?“ sagði hann blíðlega við gömlu
konuna, sem enn sat á kirnunni í göngunum. Og enn heyrð-
ust háværu raddirnar innar úr stofunni.
í örstuttu máli útskýrði gamla konan fyrir Sæmundi,
hvernig komið væri fyrir sér, og bætti við með grátstaf
í kverkunum:
„Eg vil fara til Sæunnar minnar á Svínanesi, hún er
öllum sem bágt eiga bezt.“
Sæmundur drap hljóðlega á dyr fundarstofunnar, sem
voru opnaðar í snatri. Raddirnar hljóðnuðu þar inni rödd
hans heyrðist ein um stund, síðan var þögn, en að vörmu