Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 51
BREIÐFIRÐINGUR
49
er rnest tekinn stórþari, sem rís upp, en hér verður sótzt
eftir Hrossaþara, þar sem mest er í lionum af liinni dýr-
mætu alginssýru, eða Beltisþara, en þessar tegundir eru
ekki nógu stinnar og liggja niðri. Þær festa sig við hnull-
ungssteina, sem oft koma upp með þaranum. Sigurður
tjáði blaðinu, að klærnar hefðu reynzt afkastameiri, litla
klóin gæti tekið upp tonn á klst. og hin 2 tonn. Sagði hann
að þessi tilraunaferð til öflunar þarans hefði orðið mjög
árangursrík, svo að sennilega þyrfti ekki að endurtaka hana
eða halda slíkum tilraunum áfram fyrr en möguleikar lil
stórframleiðslu væru að öðru leyti fyrir hendi. Oflun þar-
ans ætti ekki að standa í vegi fyrir því að hann sé unninn,
þó ekki sé búið að gera endanlega kostnaðaráætlun á þeim
lið. Og nóg er af þaranum, því honum svo til að á þeim
miðum, sem bezt er til þaraöflunar, séu 50—70 milljón
hróna verðmæti.
Jarðhiti og þaramið.
Rannsóknir á þara og vinnslu hans hófust hér á landi
árið 1946, en þá voru athuguð rekþarasvæðin við Suður- og
Suð-Vesturland á vegum Rannsóknarráðs af dr. Jóni Vest-
dal, og efnagreining gerð á þarasýnishornum úr Skerja-
firði af Jóhanni Jakobssyni, efnafræðingi. 1950 gerði próf.
Þorbjörn Sigurgeirsson, sem þá var formaður Rannsóknar-
ráðs, athuganir á þaramagninu á norðanverðum Breiða-
firði og seinna gerðu efnaverkfræðingarnir Hallgrímur
Björnsson og Baldur Líndal kostnaðaráætlun um fram-
leiðslu á natrium alginati úr þara, en það er hið dýrmæt-
asta efni, sem stefnt er að því að framleiða. Síðan 1956
iiafa rannsóknirnar verið í höndum raforkumálastjóra og