Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 57
breiðfirðingur
55
Melkorku, írsku konungsdótturinni, sem varð að vera am-
bátt, Kjartani og Guðrúnu Osvífursdóttur. — En þeirra
saga varð raunasaga, eins og allir vita, sem lesið hafa
Laxdælu. En ég ætla ekki að rekja sögu Breiðafjarðar-
byggða. Til þess er hún of löng, og öllum kunn. En ég
er alveg viss um það, að kostir forfeðranna hafa vaxið og
halda áfram að vaxa í átthögum okkar. Það er ekki ein-
göngu arfur frá löngu liðnum tíma, heldur eru staðhættir
héraðsins þannig, að ótrúlegt er að það ali upp örkvisa
aumingja eða vesælar væflur, og því þurft að reyna á
kraftana, andlega og líkamlega, við ýmsa erviðleika á sjó
og landi, en án áreynslu er enginn þroski.
En oft hefur það líka fundið vanmátt sinn í sambandi
við náttúruöflin — og þá í auðmýkt falið sig forsjón skap-
arans.
Nú er öld véla- og alls konar þæginda — og þó trúi ég
á hina uppvaxandi kynslóð. — Unga fólkið er menntað og
glæsilegt, og alið upp við góð kjör. Það er framgjarnt,
kjarkmikið, sjálfstætt og gott fólk.
En nú ætla ég að segja ykkur stutta sögu. Einu sinni
var ungur maður á leið frá útlöndum heim til Islands. Hann
var á gufuskipi. Þegar komið var í landsýn, gekk hann
upp á þilfar og leit til lands. — Og þarna reis úr hafinu
fannhvítur jökultindur — gullroðinn í morgunsólunni. Það
var dýrðleg sjón. En í sama bili byrgði þoka alla útsýn.
Ungi maðurinn gekk þá aftur undir þiljur og sofnaði. En
í draumi leit hann lygnan og fagran fjörð, þar sem skipið
lá við festar. Fram undan var stór og glæsileg borg með
turnum og gylltum hvolfþökum, og fögrum görðum. Allt
í einu var ungi maðurinn kominn inn í borgina. — Þar