Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 39
BREIÐFIRÐINGUR
37
„Margt er það, sem máninn sér milli skýjaþykkna.“
Aður var sagt, að Jörfagleðin hefði ekki beinlínis fengið
orð fyrir hreinlífi. Þar voru drykkiur stórar, og fóru fram
minni mörg. En:
„Vel eru dætur vestanlands
vaxnar til að stíga dans,
stíga vikivaka. . . . “
Við síðustu Jörfagleðina, sem haldin var, komu undir
nítján börn. Fylgdi það sögunni, að ekki hefði alls staðar
verið hægt um vik að feðra þessa anga. —
Séra Einar Jónsson að Kirkjubæ hefur það eftir Jóni
Sigurðssyni í Njarðvík, að þau hafi ekki verið 19, heldui
30, og sýnir þetta, hve jólagleðin á Jörfa hefur verið al-
ræmd. Hins vegar er ekkert undur, þótt nítján verði þrjá-
tíu, þegar talan er búin að vera 150 ár á leiðinni vestan
úr Dölum og austur á land.
Ekki er heldur kyn, þótt Magnús Stephensen háyfirdóm*
ari tali um „ótilhlýðilega aukningu og margföldun mann-
kynsins“ í „Eftirmælum 18. aldar“.
Sýslumannsraunir.
Björn sýslumaður Jónsson „afskipaði“ Jörfagleði í
fyrra sinn 1695 vegna söguburðar um siðleysið. En hvorki
var þeirri skipan hlýtt, né heldur batnaði siðferðið. Gleð-
in var haldin eftir sem áður, enda dó Björn sama árið,
og hafði þá efnum hans hnignað mjög síðan hann dæmdi
af gleðina. —
Upp úr aldamótunum 1700 þótti gleðin á Jörfa ganga