Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 56
54
BREIÐFIRÐINGUR
samlegu átthaga, getum við ekki annað en fyllst þakklæti.
Sjórinn var löngum aðalsamgönguleiðin —• og við erum
hrifin af honum lognkyrrum — og líka þótt hann sé úfinn.
Úr honum höfum við svo oft fengið björg og blessun,
enda þótt hann stundum hafi líka tekið mikið. En okkur
þykir vænzt um víkurnar og vogana, klettana, sandinn og
skeljarnar, sem við lékum okkur að þegar við vorum börn.
Okkur þykir líka vænt um friðsælu bændabýlin, grænu
túnin eyjarnar —• ár og læki — fossana og fjöllin sem
blána í fjarska — já, okkur þykir vænt um fjörðinn okk-
ar, fengsæla og fagra.
En við getum tæplega talað um 'héraðið, án þess að
minnast á fólkið sem býr þar, og hefur búið. — Við get-
um ekki ferðast langt í byggðum Breiðafjarðar án þess
að reka okkur á staði og örnefni, þar sem bundnar er við
sögulegar minningar frá liðnum tímum. Ef við förum
hérna upp í sveitina, finnum við fljótt Hofstaði, þar sem
Þórólfur Mostrarskegg bjó, — Þingvelli, þar sem Þórnes-
þing seinna var sett, Helgafell, sem talið var mjög heilagt,
— Vigrafjörð, Drápuhlíð, Staðarbakka, Elraun, Bjarnar-
höfn. — Hver einasti staður og býli á sína sögu, sem
flestar eru skráðar í Eyrbyggju — þeirri íslendingasögu,
sem einnna mest sýnir sterka trú á æðri máttarvöld, góð
eða ill. Fólkið, sem bjó á þessum stöðum, var duglegt,
framgjarnt, viturt og trúað fólk.
Ef við svo horfum yfir Dalahérað, er líkt um það að
segja. Þar er Hvammur, Hjarðarholt, Laugar — og við
þurfum ekki að telja upp fleiri staði.
En þessir hregða upp myndum af persónum eins og
Auði djúpúðgu, Sturla Þórðarsyni, föður Snorra, Ólafi pá,