Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 84
82
BREIÐFIRÐINGUR
Jeg aumka þig mjög kæri bróðir fyrir hinar bágu ástæð-
ur þínar. Jeg veit hvað sárt er að vera fátækur. En það er
þó gleðilegt mitt í bágindunum að hafa ástríkan förunaut
við hlið sjer, sem ver öllum lífs og sálarkröftum til að
hjálpa manni að kljúfa hinar himingnæfandi öldur mól-
gangsins. En þegar slíkur förunautur, þessi dýrmæta guðs
gjöf er hrifin burt, þá er örðugt að stríða.
Jeg gat víst eitthvað um lasleika konu minnar sálugu
í bréfi til þín — minnir mig. Hún fór að finna til í sumar
seint, hæsi og slæmsku í hálsinum, sem alltaf fór versn-
andi þegar fram á veturinn kom. Jeg vitjaði læknis, en
lítil meðöl mátti hún brúka þar hún var vanfær. A milli
hátíðanna fór jeg sjálfur útí Flatey til að fá þar pláss og
hjúkrun handa henni, ætlaði svo að flytja hana út að liðnu
nýári. Því hjer er náttúrlega engin yfirsetukona, en undir
læknishendi vildi jeg koma henni jafnframt. Því jeg var
löngu við því búin, að eptir barnsburðinn mundi algjört
skipta um heilsuna á annanhvorn veginn. Oddur kvað ó-
liætt að flytja hana út. En þegar til kom var hún ekki
ferðafær, svo gaf ekki heldur. Og var það guðs mildi, því
kvöldið fyrir þrettánda ól hún barnið. Hefði ferðin óefað
riðið henni að fullu. Morguninn eptir sendi jeg strax eptir
Oddi, og kom hann og var hjer einn dag, þá held ég hann
hafi iðrast eptir að hafa sagt mjer að flytja hana.
Barnið fæddist fullum hálfum mánuði fyrir tíma. Það
gekk allt ágætlega, og hún var að öllu leiti eðlilega frísk
hvað það snerti.
Oddur áleit að henni mundi batna og sagði að fara á
fætur eptir 7 daga. Svo sendi hann meðöl. En eptir að
hann fór hjeðan fór henni æ versnandi, og að 9 dögum
j