Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 34
32
BREIÐFIRBINGUR
sótt, og vitað er til þess, að unglingum var jafnvel kennt
að dansa til að þeir gætu staðið sig þar betur. En þessum
gleðskap á Ingjaldshóli hnignaði og lagðist að lokum af
eftir að einhverjir alvarlegir atburðir gerðust þar, sumir
segja, að tveir menn hafi fótbrotnao, aðrir, að bóndinn
að bænum hafi andazt með sviplegum hætti nóttina eftir
eina gleðina, og hafi þeim þá verið hætt. I þjóðsögum Jóns
Árnasonar er getið um aðra jólagleði undir Jökli. Á hún
oftast að hafa verið haldin á Munaðarhóli. En sagan segir,
að þar hafi einnig gerzt þeir atburðir, sem ekki urðu aft-
ur teknir. Einu sinni sem oftar var þar haldin gleði. Var
leikið og drukkið vel um kvöldið, en um nóttina drap
Latínu-Bjarni Jónsson Teit Jónsson lögréttumanns á Gríms-
stöðum í Breiðuvík með göldrum, og er sagt, að síðan
hafi ekki verið lialdin jólagleði undir Jökli.
Um miðja átjándu öld lítur út fyrir að vikivakarnir hafi
átt allgóðu gengi að fagna, því að þá er þeirra getið all-
víða, einkum sunnanlands. Þá höfum við sagnir af viki-
vökum í Skálholti, Efra-Seli í Hreppum, Eyvindarmúla í
Fljótshlíð, Reykjavík, Flangastöðum á Garðskaga og Þing-
eyrum nyrðra, eins og áður segir. — Á Hjalla í Olfusi
hafa vikivakar að líkindum átt sér stað fyrir átjándu öld.
Hefur þar sennilega verið líf í tuskunum, því að þaðan
er runnið máltækið: „Nú er glatt á Hjalla.“
Guð og góðir siðir.
Fulltrúar annars heims í landinu töldu það skyldu sína
að berjast gegn þessum leikjum alþýðunnar, enda var þar
oftast nær fast drukkið og „siðferðið stundum eins og
hurð á hjörum.“