Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 76
74
BRF. IÐFIRÐINGUR
Eyjólfur í Sviðnum kom hjer í gær, og kvaðst hafa fund-
ið þig í Eyjaferð. Nú getur við ekki fundist eins og í fyrra.
Því þó þeir sakni mín sem kennari í Eyjuin, þá hefðu Múl-
sveitingar aldrei gefið mig eptir, þó jeg hefði farið fram
á það. — Leitt þykir mjer að frjetta ekkert af Jóhanni
bróður. Ef liann hefir skrifað pabba, eða einhverjum af
okkar fólki, þá bið jeg þig að útvega mjer utanáskrift til
hans, því mig langar til að leita hann uppi brjeflega, fyrst
hann kemur ekki hjer við land, svo menn viti.
Jeg hef nú ekki fengið brjef lengi að norðan. Enda hef
jeg heldur ekki skrifað pabba, því jeg hygg hann geti ekki
lesið lengur eptir frásögn. Það hefði verið nógu gaman að
vera kominn í liaust í veisluna í Gröf sem þú sagðir mjer
frá. Hvað átti Bensi fyrir konu?
Jeg er hræddur um að jeg hefði reynt að lækka rostann í
Asgeiri hefði hægt verið meðan Arnór prestur talaði. —
Nú er svo Arnór að sækja um Brjánslæk, og fjekk Jóhann
póst til að mæla með sjer á Barðaströnd, en talið er tví-
sýnt að hann nái kosningu, því fleiri sækja um.
Jeg bið forláts á þessu, það er fljótskrifað og rangt,
því jeg hafði það í hjáverkum. Guð geymi þig og þína.
Þinn einl. br. Sæm. Bjarnarson.
★
Vattarnesi 29. jan. 1897.
Kæri bróðir!
Af því út lítur fyrir að pósturinn verði hjer viðurtepptur
í dag, gríp jeg tækifærið að pára þjer línur þessar. En
annars hefði jeg ekki getað það sökum annríkis í skrift-
um, en stutt og efnislaust verður það.