Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 40
Ingibjörg Þorsteinsdóttir Líndal
Eyjalíf
Ingibjörg Þorsteinsdóttir er fædd 17. janúar 1913 að Klömbrum í
Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru þau Þorsteinn L. Sal-
ómonsson og Guðný Gísladóttir. Faðir Þorsteins var Salómon Sig-
urðsson, bóndi og hreppstjóri að Síðumúla á Hvítársíðu í Borgar-
firði, en móðir Þorsteins hét Helga.
Þorsteinn, faðir Ingibjargar var tvígiftur. Fyrri kona hans var Hali-
dóra Þórðardóttir Flygenring frá Fiskilæk í Borgarfirði. Með henni
átti hann einn dreng, Þórð Líndal.
Þorsteinn hóf búskap í nágrenni við æskuheimili sitt á bæ þeim er
Þórgautsstaðir heita. Tók hann við hreppstjórastöðu eftirföður sinn,
en hann var þá orðinn aldraður maður. Þorsteinn var söngmaður
góður og söng um hríð bassa í sóknarkirkju sinni.
Konu sína Halldóru missti Þorsteinn eftir aðeins þriggja ára
sambúð. Hætti hann þá búskap og flutti til Borgarness. Gerðist hann
skrifstofumaður hjá Thor Jensen og hafði það starf með höndum um
tólf ára skeið. Flutti síðan til Hafnarfjarðar og hóf að versla þar
sjálfstætt.
Þorsteinn giftist aftur. Síðari kona hans hét Guðný Gísladóttir.
Með henni eignaðist hann fimm börn, Önnu, Sigríði Svanhildi, Ingi-
björg't, Gísla og Halldóru. Foreldrar Guðnýjar voru þau Gísli Jó-
hanne.son og Anna Guðmundsdóttir. Anna var af skagfirskum
ættum, mun hafa verið af svonefndri Kársætt. Sambúð þeirra Önnu
og Gísla var stutt. Gísli drukknaði á unga aldri. Þau eignuðust aðeins
eina dóttur, en það var Guðný. Anna giftist aftur og var seinni maður
hennar Eyþór Oddsson, sem ætíð var nefndur Eyþór slátrari vegna
atvinnu sinnar. Hann var þekktur borgari í Reykjavík og hlaut viður-
kenningu almennings fyrir það, hve samviskusamlega og öruggt hann
leysti af hendi þetta ábyrgðarmikla starf.
Anna og Eyþór bjuggu allan sinn búskap á Bergstaðastræti 28 A, í
Eyþórsbæ, sem var lítill, hlaðinn steinbær. Var viðbrugðið gestrisni
og fyrirgreiðslu húsráðenda. Þar var öllum tekið opnum örmum.