Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 148
146
BREIÐFIRÐINGUR
Ég var á barnsaldri er amma dvaldi á heimili foreldra minna
um nokkurra ára skeið. Oft heyrði ég þau mæðgin, föður minn
og hana, rifja upp gamlar minningar. Var þeim að sjálfsögðu
tíðrætt um margt frá löngu liðnum dögum. Bæði voru þau
orðvör, og alltaf var reynt að færa til betri vegar mistök og
ávirðingar.
Amma var stálminnug og sagði vel frá og áheyrilega. Eftir-
tekt mín mun ekki hafa verið á marga fiska á þeim árum, en
sitthvað festist þó í minni. Einkum eru mér minnisstæðar lýs-
ingar á hinum sumarfögru sveitum, með opið hafið í norðri,
fagurt og spegilslétt. Þó gat útaf brugðið og oft var hrikalegt
brimlöðrið óárennilegt. Lélegar voru fleyturnar, oft var teflt
djarft, því afkoman byggðist á sjónum. - Margir voru þeir, er
ekki komu aftur að landi.
Norðarlega á Laxárdal er eyðibýli, sem heitir Núpsöxl.
Bærinn stendur sunnan undir svokölluðum Illviðrahjúk og
hefur þar skjól nokkurt fyrir norðanáttinni. Nokkru sunnar er
Kirkjuskarð, sem nú er einnig í eyði. Nú er þarna ekkert að sjá
utan rústir einar, en vindurinn hvíslar hálfgleymdum sögum
um löngu liðna atburði, sem þarna hafa gerst. - Gleymd eru
nöfn, gleymd eru bros og tár, sigrar og ósigrar, er alltaf fylgja
mannkindinni frá vöggu til grafar.
Þarna hefur verið langt til aðdrátta og einmanalegt að vetr-
inum, en sumarfagurt og heillandi. Um Jónsmessuleytið getur
fegurðin orðið ógleymanleg. Það gat verið freistandi að fara
seint í háttinn, þrátt fyrir langan og erfiðan vinnudag- og bíða
sólarlagsins, sem raunar ekkert sólarlag var, því sólin hverfur
ekki um miðnæturskeið. Hún virðist fljóta á haffletinum,
mara í kafi um stund, uns hún hækkar á ný. Um lágnættið er
kyrrðin alger. Ævintýralegir litir koma róti á hugann. Dimm-
rautt eða fjólublátt rökkrið hvílir yfir öllu. Loks er þögnin
rofin. Kind jarmar, fuglasöngur upphefst og nýr dagur er
runninn með ys og eril.
Árið 1833 er talin vinnukona í Núpsöxl Dagbjört Bjarna-
dóttir, fædd 1801. Ekki hefur mér tekist að grafast fyrir upp-
runa hennar, eða hvað hafði á daga hennar drifið.