Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 84
82
BREIÐFIRÐINGUR
Þaö birti þó alltaf aftur.
Og erfiði, þrekraun og stríð
leystu úr fjötrunum, frelsuðu bóndann
og fögnuðu gróandans tíð.
IV.
í litla og lágreista bænum
á lífið sitt frumstæða skjól.
Og börn eru getin, og börn fæðast,
þótt bregðist ljósnám og sól.
Pau vaxa og verða að manni,
það vinnst, hið einfalda starf.
í fátækra klæðum er falinn neisti,
sem frjógvar smábóndans arf.
Og kaupmannsdóttirin, konan,
er kaus sitt lífsstarf með þér
í striti og fátækt, frammi á heiði,
skóp feril, sem tiginn er.
í smæð er hinn stóri stærstur,
hans styrkur er seiglunnar gnótt,-
að berjast í dag, og berjast á morgun,
þótt bresti vegandann þrótt.
Þú kannske ert gleymdur og grafinn
við götuna, vinur minn,
en birtist þó enn í lífsins ljóði,
er lýsir um veginn þinn.
Þú varst fulltrúi fátæka bóndans,
þú varst frækorn í Dalanna reit,
þú varst eining í hópnum, er aldrei rofnar,
þú varst ísland, í fátækri sveit.