Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 119
BREIÐFIRÐINGUR
117
að Selkleifum er Teigsskógurinn fyrrnefndi. Selkleifar er sam-
hangandi klettabelti frá fjallsbrún og niður að sjó. í Teigsskógi
var rjóður rétt innan við Selkleifar, neðan götu sem nú er með
öllu uppgróið aftur skógi. Þetta rjóður varð til um 1880, en þá
kviknaði í skóginum, er verið var að gera til kola af þáverandi
búanda í Selinu (þ. e. Flókavöllum) og var hrísrjóðrið og stað-
urinn nefnt Bruni.
Mörg rjóður voru áður fyrr í skóginum, því hann var höggv-
inn mikið, einkum á fyrri stríðsárum, en hefur nú náð sér
mjög, einkum á seinni árum. Fjallsbrúnin upp frá Teigsskógi
heitir Teigshjallar. Innst og efst í þeim rétt utan við Grímkells-
staðaá er lynghvolf sem heitir Grænabrekka. Út af henni í urð
undir klettunum er Stóragren en Litlagren er utar og neðar í
urðarhrygg nær götu. Fyrir ofan Stóragren fellur smálækur
fram af brúninni og myndar laglegan foss, hann heitir Innri-
Teigshjallalœkur, samlagast hann Grímkellsstaðaá neðan við
Ferðamannagötu. Skammt utan við Innri-Teigshjallalæk hjá
Ferðamannagötu eru tveir steinar með örlitlu bili á miili
nefndur Glótoppur eða Glókollur. Þessir steinar eru á aðra
mannhæð, annar með hvítri mosaskellu og er mikið skrifað á
hann, hinn sá hærri, með grasþúfu efst, það er Glókollurinn.
Yst á Teigshjalla rennur Ytri-Teigshjallalækur, myndar
stundum áberandi foss í fjallsbúninni, rennur lækurinn niður
í gegnum Teigsskóg, fyrir neðan götu myndar lækur þessi
hljóðlátan en laglegan foss í skjóli bjarkanna, loks fellur læk-
urinn um lítinn grashvamm sem heitir Leynir og er upp af
Innri-Grænatanga og silast þaðan í gegnum mölina til sjávar.
Innan til við Ytri-Teigshjallalæk eru Lægri-Teigshjallar og
Hœrri-Teigshjallar. Þarna er um að ræða tvo bekki í hjallan-
um, nyrst er hann í einu lagi. Upp af hærri hjallanum er lægð
í brúnina sem nefnd er Teigshjalladalur. Neðri eða Lægri
Teigshjalli er vafinn allstórum skógi. í Teigshjöllum er og gott
berjaland enda mjög skjólsælir. Framhaldið af Selkleifum
ofan götu er nefnt Seltagl. Það er framhaldandi klettahamar
upp á fjallsbrún, tekur þar við hrjóstrugur hæðarhryggur
framundir Kvos, er síðar getur. Rétt utan við Selkleifar,