Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 68
66
BREIÐFIRÐINGUR
ekki byrjað, eg hefði bara verið að hefna mín og sögðu söguna
eins og hún var. Svo féll þetta niður. Þegar stúlkurnar höfðu
lokið máli sínu, þá lítur Ólafur prófastur til mín brosandi en
segir ekkert. Pað var svo mikil auðmýkt í svipnum, að mér
fannst eins og það lykist upp fyrir mér eitt herbergi í hjarta
hans, sem væri fullt af samúð til mín. Þetta verkaði á mig eins
og heitur straumur, sem færi í gegnum mig. Eg var sannarlega
sæll yfir þessum málalokum. Eg býst við því, að samúðin sem
Ólafur prófastur sýndi mér í þetta sinn og oftar hafi haft djúp-
tæk áhrif á mig fyrir það, að eg hafði ekki kynnst því fyrr, að
hliðstæð mál hjá mér væru tekin svona hlýjum tökum.
Enn á fund Ólafs prófasts
Jón Kr. Lárusson fyrrverandi bóndi í Arnarbæli á Fellsströnd
bað mig eitt sinn fyrir umsögn til Ólafs prófasts um það, hvort
hann ætti að fara í mál með ágreining, sem Jón hafði til með-
ferðar eða leysa það á annan hátt. Ólafur prófastur sagði að
sér fyndist viturlegra að viðkomandi mál væri ekki sett í dóm.
Pá segi eg við Ólaf prófast, að maður reikni ekki með því. að
það yrði dæmdur rangur dómur í þessu máli. Pá segir Ólafur
prófastur: „Hversu oft er það ekki?“
Faðir minn bað mig eitt sinn fyrir eftirfarandi setningu til
Ólafs prófasts: „Það er sagt í Biblíunni að maður nokkur hafi
átt fullan heiminn af méli og malt.“ Spurning: Hvað var þetta
malt? Svar Ólafs prófasts: „Malt er nafn á jurt, sem unnin var
úr víntegund.“
Kynning mín afÓlafi prófasti
Ólafur prófastur var dugnaðar-, framfara- og hugsjónamaður.
Hugsjón hans var mannrækt. Hann lagði grundvöll að sannri
menningu hjá nemendum sínum. Hann var framsýnn, ráð-
hollur, ákveðinn og hispurslaus. Hann var ágætiskennári,
áhrifamikill prestur og mikill mannkostamaður.
Eg heimsótti Ólaf prófast bæði í Hjarðarholti og Reykja-
vík, eftir tveggja vetra dvöl mína í skóla hjá honum. Hann
hafði alltaf tíma til að tala við mig, þegar fundum okkar bar
saman. Hann útvegaði mér vertíðarskipsrúm á togara. Þar