Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 110
108
BREIÐFIRÐINGUR
Af sögum fólks sem enn er á lífi, er nokkuð vitað um notkun
og eyðingu skógarsvæðanna á seinni áratugum síðustu aldar
og fyrri áratugum þeirra tuttugustu.
Stærstu skógarsvæði austursýslunnar munu vera út með
Þorskafirðinum að norðvestan og stórvaxnasti skógurinn er á
Hallsteinsneshlíð og ætla ég að setja hér fram nokkra frásögn
og lýsingu á svæðinu.
Hlíðin snýr vel móti suðri og sól og norðan og norðaustan
stormurinn, sem er þarna kaldasta áttin, strýkur fjallshlíðina
að sunnanverðu þ. e. Reykjanesmegin, enda eru þar í hlíðum
skriður miklar og berar. Á Hallsteinsneshlíð fyrstu landnáms-
jörðinni norðan við Breiðafjörð, að því er sagan hermir, er
kjarr og nokkra metra háar skógarhríslur á allstóru svæði frá
flæðarmáli, og sumstaðar langt upp fyrir hina stöllóttu
fjallsbrún, sem víða er mjög lág.
Einn hjallinn í fjallsbrúninni heitir Kolviðarhjalli. Nafnið
segir sögu staðarins, þar er nú 2-3 metra hár skógur, (birki,
reynir og víðir) og neðar í hlíðinni þar sem skjólsælt er og
skógurinn stórvaxnari, fundust nýlega 5 kolagrafir með ör-
stuttu millibili. Sagnir eru til um það að Hallsteinsneshlíðin
hafi lagt til drjúgan skerf af þeim viðarkolum sem Vestfirð-
ingar og eyjabændur þurftu á öldinni sem leið, til járnsmíða s.
s. ljá- og skeifugerðar o. fl. Nýting skógarins þ. e. kolaflutn-
ingur til Vestfjarða í skiptum fyrir fisk, benda til þess að þetta
hafi verið fastur liður í búskapnum, enda bjuggu þá stór-
bændur á Hallsteinssnesi á þeirra tíma mælikvarða með
mörgu fólki oft ekki færri en 20 manns, samkv. manntals-
skýrslum. Þess má geta að haustið 1932 voru fluttir heim að
Hallsteinsnesi 50 hestburðir af hrísi, þá var heimilisfólkið 8-9
manns.
Barðstrendingabók greinir frá því að ein tunna af kolum
hafi verið talin hæfilegur hestburður í langferð, þ. e. tvær
tunnur í bagga, en til þess að kolin molnuðu ekki í salla var
haft lyng undir böndunum.
Staðarkirkja átti raftviðarítak á Hallsteinsneshlíð og eyja-
bændur hjuggu meiri skóg til eldiviðar á hlíðinni en annar-