Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 150

Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 150
148 BREIÐFIRÐINGUR er átti verslunina. Hann var danskur, skartmenni mikið og glæsilegur, þótt farinn væri að reskjast. Búsettur var hann í Kaupmannahöfn og átti uppkomin börn. Maður þessi hét Fre- dric Hillebrandt. Mun hann hafa verið þýskrar ættar. Nú gerðist það í fásinni og einangrun hins íslenska vetrar að kaupmaðurinn danski fór að láta dátt að vinnukonu faktors- ins, en það var litla stúlkan frá Núpsöxl, sem kynnt var í byrjun þessa þáttar. Oft mun frú Dorthe hafa varað Maríu við þeirri hættu, sem henni kynni að vera búin, móðurlausum ein- stæðingi. Kom þar í ljós gott hjartalag hinnar dönsku konu, en hún mun þá hafa verið búin að öðlast nokkra lífsreynslu og farið nærri um hvernig hægt var að leika grátt hrekklausa, unga sveitastúlku. Ekki báru ráðleggingar hinnar góðu konu árangur hvað þetta snerti, blóðið var heitt og örlögin spunnu þráðinn markvisst. - Þarna bar hinn veraldarvani heimsborgari sigur úr býtum. Það fór svo að María varð þunguð og eignaðist dóttur á sínum tíma. Þegar þetta skeði, var hinn danski kaupmaður allur á bak og burt. - Skyldi honum aldrei hafa orðið hugsað til Maríu litlu með gullhárið síða - en það var líka hennar eina gull. Fjár- munir voru af skornum skammti. Árið 1856 var ekkert spaug að vera fátæk vinnukona með barn í eftirdragi, og fáir munu hafa hirt um tár einstæðra mæðra á þeirri tíð. Ekki verður þessi saga rakin nánar, enda fennt í slóðir geng- inna kynslóða. Sigurlaug var dóttirin heitin. Ólst hún upp á ýmsum stöðum, mun hafa verið fyrstu árin á Ströndinni, en svo hefur hún borist til Skagafjarðar, því fermd er hún að Ríp í Hegranesi. Sigurlaug komst til fullorðinsára og vel það. Taldi hún sig hafa hlotið sæmilegt uppeldi eftir því sem þá gerðist með vandalaus börn. Aldrei var gefið með henni af sveit og mun faðir hennar hafa gengist við henni, án rekistefnu. Hálfbræður Sigurlaugar - föðurmegin, voru hér á landi og báru hér beinin. Lést annar á unga aldri með sviplegum hætti. Hinn bróðirinn staðfestist hér, og eignaðist alleinkennilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.