Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 149
BREIÐFIRÐINGUR
147
f Núpsöxl er þá ungur maður, Jón Bjarnason að nafni,
fæddur 1817, sonur bónda þar, Bjarna Guðlaugssonar. Jón
var sonur fyrri konu Bjarna, en hún er látin þegar hér var
komið sögu og Bjarni giftur aftur. Var síðari kona hans
Guðrún Hallsdóttir frá Stafshóli í Fljótum norður. Kunn er
hún úr Natans sögu Ketilssonar, en hún var móðir Natans.
Nú eignast Dagbjört dóttur, sem hún kennir hinum unga
bóndasyni. Er fæðingardagur hennar 2. maí. Stuttu síðar er
hún vatni ausin og hlýtur nafnið María. Guðfeðgin voru þau
Worm Beck, hreppstjóri á Geitaskarði og Guðrún Hallsdótt-
ir, stjúpa Jóns.
Síðar hefur Jón búskap að Móbergsseli. Mun Dagbjört hafa
verið bústýra hans fyrstu árin. Þarna vex María úr grasi, en
ekki nýtur hún móður sinnar lengi því Dagbjört andast árið
1838. Síðan býr Jón með ráðskonu, Guðbjörgu að nafni.
Munu þau síðar hafa gifst.
María litla er á vegum föður síns og elst upp í Móbergsseli.
Þau Jón og Guðbjörg eignast ekki börn, enda mun hún hafa
verið komin fast að fimmtugu, er þau giftust. -Hefur þar verið
líkt á komið og með föður Jóns og stjúpu. Það þótti góð stað-
festa, ef svona vildi til, að ekkja sat í búi og var þetta nokkuð
algengt áður.
Ekki veit ég með vissu hvenær María fer að heiman en
komin er hún að Hólanesi, er þá var danskur verslunarstaður
árið 1852. María gerist vinnustúlka hjá faktor Jakob Knudsen
og fyrri konu hans danskri, Dorthe að nafni. Mun hún af al-
menningi hafa verið kölluð maddama Dortía. Hún var góð og
fíngerð kona að sögn Maríu, er ætíð ræddi um hina dönsku
húsmóður sína með ást og virðingu.
Mér er minnisstætt er hún minntist þungbærra örlaga þess-
arar velgjörðakonu sinnar. Þau skildu kaupmannshjónin og
mun frú Dorthe hafa verið nokkuð hart leikin í þeim viðskipt-
um. - Ég var barn að aldri er ég heyrði Maríu tala um þessa
löngu liðnu atburði, en eins og fyrr er getið var hún orðvör og
ekki gjörn til dóma.
Hjá þeim faktorshjónum dvaldi vetrarlangt kaupmaður sá,
Breiðfirðingur - 10