Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
eyjarnar til að fylla bátinn af t. d. stærðar flyðru, að ég tali nú
ekki um smáfiskinn, sem gekk svo að segja upp í fjöru. Hús-
bóndinn skrapp þetta vanalega tvo til þrjá tíma með einn eða
tvo unglinga með sér um miðjan dag á smábát. Við gátum
veifað til þeirra, ef þau þurftu að koma heim til einhverra
hluta.
Hjallurinn niðri við sjóinn var líka oftastnær fullur af lúðu-
riklingi og fleira góðgæti á vorin, og reyndar oftar.
Á vorin og eins aftur á haustin lá selurinn í röðum á hleinun-
um, eða rétt fyrir ofan sjávarmál, þegar piltarnir voru búnir að
veiða hann og koma honum úr bátnum. Mér fannst hann
fallegur, steingrár með dökkum doppum á vorin, en á haustin
gulhvítur, einlitur. Ég var ekki gömul þegar ég pantaði mér
selskinn í pels. Gekk ég í honum ein fimmtán ár, án þess að á
honum sæist. Svona var selskinnið sterkt.
Selskinnin voru ein hlunnindin, sem kölluð var kaupstaðar-
vara og var innlegg í verslunina. Skinnin voru skafin og verkuð
vel og spýtt á timburþili. Pað gerði húsbóndinn alltaf sjálfur.
Kjötið var aftur notað aðeins til heimilisþarfa, bæði nýtt og
saltað. Þá var sumt af spikinu brætt og selt í verslunina sem
lýsi. Einnig var spikið saltað og soðið og haft sem feitmeti með
soðnum sel og líka með harðfiski og var það mjög gott. Svo var
það æðarfuglinn, þessi dýrmæti og gjöfuli fugl.
Það þurfti að ganga þrisvar sinnum um allar eyjar og hólma
á vorin. Það var kallað að leita að dúni og eggjum. Þá raðaði
fólkið sér með smámillibili og kembdi bókstaflega eyjarnar
allt ofan í fjöruborð, því kollan verpti ekki síður við flæðar-
málið en annars staðar. Hver maður hafði með sér poka undir
dúninn og fötu undir eggin. Ég hafði aldrei séð þessi vinnu-
brögð áður og fannst þetta líkast ævintýri. Alltaf var ég hálf-
smeyk við kollurnar, því þær áttu það til að fljúga á mann,
þegar að hreiðrinu var komið. Flugu þær þá einatt upp með
gargi og ólátum. Þetta var auðvitað eðlilegt, þær voru að reyna
að verja það eina, sem þær áttu fyrir mannsskepnunni. Aldrei
var tekið nema lítið úr hverju hreiðri í einu, en farið oftar. Svo