Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 138
136
BREIÐFIRÐINGUR
allmörgum vísum, þótt engin ábyrgð verði tekin á því, að þær
séu hér allar.
Höfundur þessara vísna var Sigurður Bjarnason frá
Broddadalsá í Strandasýslu. í bókinni Gamlar glœður eftir
Guðbjörgu Jónsdóttur á Broddanesi er ýtarlega sagt frá Sig-
urði Bjarnasyni og einnig foreldrum hans, Bjarna Árnasyni og
konu hans Ingveldi Magnúsdóttur, en þau bjuggu á Brodda-
dalsá árin 1870-1882.
Sigurður Bjarnason var einkabarn þeirra Broddadalsár-
hjóna, fæddur 30. sept. 1845, d. 8. apríl 1926. í æviskrám
Strandamanna eftir sr. Jón Guðnason segir að Sigurður hafi
búið á Drangsnesi 1888-89 en hafi síðar flust til ísafjarðar.
Kona Sigurðar var Karítas Hákonardóttir, Jónssonar úr
B reiðafj arðareyj um.
Hér fara á eftir vísur Sigurðar, en það skal strax tekið fram,
að undirrituðum væri þökk í því, ef einhverjir, sem þetta lesa
væri kunnugt um fleiri vísur, aðra gerð þeirra, eða fleiri brag-
arbætur, sbr. vísuna um Saurbæinn, að láta þá vita um það til
ritsins. Einnig væri gaman, ef einhver gæti komið með skýr-
ingu á því, hvers vegna vísan um Geirdælinga er með öðrum
og betri hætti en allar hinar.
Um Kollafjörðinn, sína æskusveit yrkir Sigurður:
Kollafjarðar kunningjar,
kenndir eru að skapi blauðu.
Bila þeirra brækurnar,
botnóttar af eggjarauðu.
Víkursveit (Árneshreppur):
Víkarar í vösunum
vaga meður þvesti,
gott hvallýsi á glösunum
en guðsorð trúi’ ég bresti.