Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 42

Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 42
40 BREIÐFIRÐINGUR Við vorum fjórar systurnar. Það var orðin hefð á vorin að mamma var beðin að lána okkur í sumardvöl að passa börn, eða til annarra snúninga. Pað myndaðist fljótt keppni inn- byrðis hjá okkur systrunum, hver myndi nú lenda á besta heimilinu. Sumarið sem ég var átta ára var ég lánuð til að passa tvær litlar telpur í plássinu. Ég átti að fara klukkan 9 á morgnana, og fékk að fara heim kl. 7 að kvöldi. Þetta var hjá sjómanns- konu, svo húsbóndann sá ég aldrei. Hann var á skútu. Kona þessi var fjarska mikið í öðrum húsum og var ég því oft alein með börnin meiripartinn úr deginum. Mér dauðleiddist. Þá voru ekki barnavagnar eða kerrur, svo ég mátti kúldrast með börnin í fanginu. Þá sjaldan ég gat brölt með þau út á blett, sem var fyrir utan húsið, fékk ég hálfgerðar snuprur. Var mér sagt að börnin svona ung, gætu fengið kvef. - Enn þá man ég lyktina inni í þessari litlu kytru og oft hefi ég hugsað um það síðan, að konan hefði nú heldur átt að vera heima og laga til sitt litla heimili. Þreytt var égoft í handleggjunum á kvöldin og fegin að koma heim til mömmu, en sumarið leið og ekki meira um það. Þá var það næsta sumar, er ég var níu ára, þá var ég lánuð upp í sveit í fyrsta skipti. Heimilisfólkið þar voru aðeins tvær gamlar manneskjur. Ég gat aldrei giskað á hvað þau væru gömul. Konan var ekkja og var hún ráðskona hjá karlinum. Þetta heyrði ég síðar. Hafði hann alltaf verið einbúi þar til að hún kom til hans. Þau lifðu algjörlega í gamla tímanum. Þetta var fremur fábrotin og gleðisnauð vist, að ég ekki segi meira. Þarna sá ég t. d. hlóðir í fyrsta sinni, og var allur matur soðinn þar. Annars var agnarlítil eldavél, sem var kölluð kamína inni í baðstofunni, en það þótti óþarfi að kveikja upp í henni að sumrinu. Þetta var allt ósköp forneskjulegt, aðeins lítil bað- stofa. Þar voru þrjú rúm naglföst, sem kallað var. Þarna var einn lítill, fjögurra rúða gluggi, með borði undir og tveir eða þrír smákistlar á gólfinu og voru þá upptalin húsgögnin. Skarsúð var á baðstofunni og hilla yfir hverju rúmi. Meira hafði þessi bær ekki að geyma. - Fjós var áfast við bæinn með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.