Breiðfirðingur - 01.04.1985, Qupperneq 42
40
BREIÐFIRÐINGUR
Við vorum fjórar systurnar. Það var orðin hefð á vorin að
mamma var beðin að lána okkur í sumardvöl að passa börn,
eða til annarra snúninga. Pað myndaðist fljótt keppni inn-
byrðis hjá okkur systrunum, hver myndi nú lenda á besta
heimilinu.
Sumarið sem ég var átta ára var ég lánuð til að passa tvær
litlar telpur í plássinu. Ég átti að fara klukkan 9 á morgnana,
og fékk að fara heim kl. 7 að kvöldi. Þetta var hjá sjómanns-
konu, svo húsbóndann sá ég aldrei. Hann var á skútu. Kona
þessi var fjarska mikið í öðrum húsum og var ég því oft alein
með börnin meiripartinn úr deginum. Mér dauðleiddist. Þá
voru ekki barnavagnar eða kerrur, svo ég mátti kúldrast með
börnin í fanginu. Þá sjaldan ég gat brölt með þau út á blett,
sem var fyrir utan húsið, fékk ég hálfgerðar snuprur. Var mér
sagt að börnin svona ung, gætu fengið kvef. - Enn þá man ég
lyktina inni í þessari litlu kytru og oft hefi ég hugsað um það
síðan, að konan hefði nú heldur átt að vera heima og laga til
sitt litla heimili. Þreytt var égoft í handleggjunum á kvöldin og
fegin að koma heim til mömmu, en sumarið leið og ekki meira
um það.
Þá var það næsta sumar, er ég var níu ára, þá var ég lánuð
upp í sveit í fyrsta skipti. Heimilisfólkið þar voru aðeins tvær
gamlar manneskjur. Ég gat aldrei giskað á hvað þau væru
gömul. Konan var ekkja og var hún ráðskona hjá karlinum.
Þetta heyrði ég síðar. Hafði hann alltaf verið einbúi þar til að
hún kom til hans. Þau lifðu algjörlega í gamla tímanum. Þetta
var fremur fábrotin og gleðisnauð vist, að ég ekki segi meira.
Þarna sá ég t. d. hlóðir í fyrsta sinni, og var allur matur soðinn
þar. Annars var agnarlítil eldavél, sem var kölluð kamína inni
í baðstofunni, en það þótti óþarfi að kveikja upp í henni að
sumrinu. Þetta var allt ósköp forneskjulegt, aðeins lítil bað-
stofa. Þar voru þrjú rúm naglföst, sem kallað var. Þarna var
einn lítill, fjögurra rúða gluggi, með borði undir og tveir eða
þrír smákistlar á gólfinu og voru þá upptalin húsgögnin.
Skarsúð var á baðstofunni og hilla yfir hverju rúmi. Meira
hafði þessi bær ekki að geyma. - Fjós var áfast við bæinn með