Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 160
158
BREIÐFIRÐINGUR
Björn var fæddur í Bjarneyjum 21. maí 1927. Foreldrar
hans voru Ingólfur Pétursson, Péturssonar Kúld í Bjarneyjum
og kona hans Kristrún Ásbjörnsdóttir ættuð úr Reykjavík,
sem þá bjuggu í Bjarneyjum. í þessari gömlu verstöð ólst
Björn upp til 10 ára aldurs. Vandist því snemma veiðiskap og
sjómennsku og mun fljótt hafa kippt í kynið sem líklegur til
þeirra verka.
1937 fluttu foreldrar hans úr Bjarneyjum í Fagurey í Stykk-
ishólmshreppi, en stuttu seinna brann þar bærinn og fluttu þau
þá til Stykkishólms. Björn mun þá hafa farið til föðurbróður
síns, Ágústs Péturssonar í Flatey, og verið þar eitt til tvö ár, en
kom síðan til foreldra sinna í Hólminum.
Það leið svo ekki á löngu þar til að hann fór að stunda sjóinn
að staðaldri, fyrst með föður sínum á trillubát sem faðir hans
átti og síðar á stærri bátum frá Stykkishólmi.
Ekki veit ég með vissu hvenær Bjössi, eins og hann var oft-
ast kallaður, fór að ráða fyrir bát, en hann hefur vart verið
kominn af fermingaraldri, þegar það fór að gerast. Hann var
snemma áræðinn og kappsamur og kveinkaði sér lítt þótt
skvetti á bátinn, sem tíðum er einkenni á kjarkmiklum ung-
mennum.
Þegar Björn var um tvítugt festi hann ráð sitt og flutti vestur
á firði til Flateyrar. Kona hans var Ingunn Gunnarsdóttir frá
Flateyri. Þau slitu samvistum eftir nokkur ár og flutti Björn þá
til Reykjavíkur. Uppúr 1960 flytur hann svo aftur til Stykkis-
hólms ásamt seinni konu sinni Guðrúnu Maríu Guðbjarts-
dóttur frá Efri-Húsum í Önundarfirði, og sem fyrr í Hólm-
inum er aðalstarf hans sjómennskan. Hann hefur nú skip-
stjórnarréttindi og er oft formaður eða stýrimaður á
fiskiskipum þaðan.
1966 tekur hann á leigu eða til nytja ásamt Kjartani Guð-
mundssyni í Stykkishólmi eyjabýlin: Akureyjar, Rauðseyjar
og Rúfeyjar, sem öll voru þá búin að vera í eyði árum saman.
í þeim voru þá allmikil hlunnindi, selur, æðar- og svartbaks-
varp, því minkurinn hafði þá ekki valdið þar miklu tjom. Peir