Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 107
BREIÐFIRÐINGUR
105
í sláturtíðinni á haustin voru oft næturgestir. Það voru
bændur úr Reykhólasveit og Gufudalssveit, sem voru að koma
með sláturfé í Króksfjarðarnes.
Oft var gripið í spil við komu næturgesta. Mér eru t. d.
minnisstæðir tveir menn, sem oft gistu heima og höfðu gaman
af að spila. Það voru þeir Ásgeir prófastur Ásgeirsson í
Hvammi og Guðmundur Guðmundsson héraðslæknir á Reyk-
hólum. Pað var alltaf spilað þegar þeir gistu heima og þá var
oft glatt á hjalla.
Ein gestakoma er mér sérstaklega minnisstæð. Líklega
hefur það verið um áramótin 1932-1933. Ég held að það hafi
verið 2. janúar. Nafni minn var úti á Reykjanesi að sækja
hesta, sem hann átti þar á hagagöngu. Ekki var búið að taka
inn aðra hesta en þann, sem hann fór á í ferðalagið og vagn-
hest gamlan. Pað hafði verið hríðarhraglandi þennan dag og
versnaði heldur er á daginn leið. Fé stóð auðvitað allt inni. Ég
var búinn að útiverkum, hafði lagt mig eins og ég gerði oft,
þegar ég kom inn úr fjárhúsunum, ef ekkert annað sérstakt
kallaði að. Ég skreiddist þó á fætur í miðaftanskaffið um 6
leytið. Þá var barið að dyrum. Hundurinn rýkur upp með gelti
miklu. Ég fer til dyra, en þegar égopnabæjardyrnar standaúti
3 menn fannbarðir og hlaðið var fullt af hestum. Petta voru
bændur úr Gufudalssveit í kaupstaðarferð í Króksfjarðarnes
og þurftu þeir gistingu. Ég spurði þá hve marga hesta þeir
væru með, en það voru 11 hestar. Ég fór í bæinn og sagði tíð-
indin. Gistingin var auðvitað sjálfsögð. Ég hraðaði mér í húsa-
fötin og kveikti á húsalugtinni. Hjallur var á hlaðinu og þar
komum við fyrir reiðingum og öðrum farangri. Engin vand-
ræði urðu með að koma hestunum í hús. Hesthús var til fyrir
12 hesta og stundum voru hafðir tveir hestar í gömlu eldhúsi,
ef á lá. Ef hins vegar allir heimahestar hefðu verið komnir á
hús, hefði orðið að færa saman fé í fjárhúsum.
Mér er nú úr minni liðið hverjir þessir menn voru en þó mun
einn þeirra hafa verið Pórður Andrésson, oddviti á Hjöllum.
Nú var það ráð þeirra að hann færi eldsnemma um morguninn
til að vera kominn í búðina á undan öðrum ferðamönnum. Við