Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 150
148
BREIÐFIRÐINGUR
er átti verslunina. Hann var danskur, skartmenni mikið og
glæsilegur, þótt farinn væri að reskjast. Búsettur var hann í
Kaupmannahöfn og átti uppkomin börn. Maður þessi hét Fre-
dric Hillebrandt. Mun hann hafa verið þýskrar ættar.
Nú gerðist það í fásinni og einangrun hins íslenska vetrar að
kaupmaðurinn danski fór að láta dátt að vinnukonu faktors-
ins, en það var litla stúlkan frá Núpsöxl, sem kynnt var í
byrjun þessa þáttar. Oft mun frú Dorthe hafa varað Maríu við
þeirri hættu, sem henni kynni að vera búin, móðurlausum ein-
stæðingi. Kom þar í ljós gott hjartalag hinnar dönsku konu, en
hún mun þá hafa verið búin að öðlast nokkra lífsreynslu og
farið nærri um hvernig hægt var að leika grátt hrekklausa,
unga sveitastúlku.
Ekki báru ráðleggingar hinnar góðu konu árangur hvað
þetta snerti, blóðið var heitt og örlögin spunnu þráðinn
markvisst. - Þarna bar hinn veraldarvani heimsborgari sigur
úr býtum. Það fór svo að María varð þunguð og eignaðist
dóttur á sínum tíma.
Þegar þetta skeði, var hinn danski kaupmaður allur á bak og
burt. - Skyldi honum aldrei hafa orðið hugsað til Maríu litlu
með gullhárið síða - en það var líka hennar eina gull. Fjár-
munir voru af skornum skammti. Árið 1856 var ekkert spaug
að vera fátæk vinnukona með barn í eftirdragi, og fáir munu
hafa hirt um tár einstæðra mæðra á þeirri tíð.
Ekki verður þessi saga rakin nánar, enda fennt í slóðir geng-
inna kynslóða. Sigurlaug var dóttirin heitin. Ólst hún upp á
ýmsum stöðum, mun hafa verið fyrstu árin á Ströndinni, en
svo hefur hún borist til Skagafjarðar, því fermd er hún að Ríp
í Hegranesi.
Sigurlaug komst til fullorðinsára og vel það. Taldi hún sig
hafa hlotið sæmilegt uppeldi eftir því sem þá gerðist með
vandalaus börn. Aldrei var gefið með henni af sveit og mun
faðir hennar hafa gengist við henni, án rekistefnu.
Hálfbræður Sigurlaugar - föðurmegin, voru hér á landi og
báru hér beinin. Lést annar á unga aldri með sviplegum hætti.
Hinn bróðirinn staðfestist hér, og eignaðist alleinkennilega