Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
verið séra Eggert Jónsson í Skarðsþingum og sonur hans, séra
Friðrik Eggerz og sonur Friðriks Pétur Eggerz í Akureyjum,
ennfremur Kristján kammerráð á Skarði og Ami Thorlacius í
Stykkishólmi. Matthías segir sögur af Kristjáni, hefur þær eftir
honum sjálfum, þar á meðal eina þar sem Kristján sagði frá
því þegar hann setti sitt „ fyrsta þing í kóngsins nafni að
Ingjaldshóli“. Sé sú saga eitthvað meira en raupsaga lýsir hún
því að grunnt hefur verið á yfirlætinu og hrottaskapnum hjá
yfirvaldinu.
Kristján Magnúsen virðist hafa bmgðið skjótt við þegar
kom til framboða til fyrsta þingsins og gerði sem áður segir
ráðstafanir til þess að geta verið í framboði í þrem sýslum.
Ólafur Sívertsen segir í bréfi til Bjama Thorsteinssonar
amtmanns 22. janúar 1844: „ ... og líka veit ég til, að valds-
maður Kristján Magnúsen (á Skarði) hefur sýnt þá kurteisi að
benda mönnum á sig hér í sýslu. Víst er um það, að alltof fáir
munu verða full verkfærir, þegar til Alþingis kemur.“27
Þeir Kristján kammerráð og frændi hans Friðrik Eggerz,
prestur í Skarðsþingum, stóðu í sífelldum málaferlum, en þeir
vildu báðir „ ... verða alþingismenn í skjóli fjármuna sinna,
en þeir sýndu ekki mikinn lit á því að erja akur fyrir þjóð-
frelsismál landsmanna né hugsjónir Félagsritamanna í Höfn ...
hugur stórmenna á Skarðsströnd og tómstundaiðja beindist
ekki að menningarvakningu né aukinni þjóðmálastarfsemi.“28
Þorvaldur Sívertsen í Hrappsey segir í bréfi til Jóns Sigurðs-
sonar 25. janúar 1848: „ ... hinir ríku „matedor“ hér á Skarðs-
strönd kaupa ekki eina einustu nýja bók nema sem ég hef
kastað í mág m[inn] á S[karði] fél[ags]ritunum árlega, hvort
sem hann vildi eða ekki. Sagan er ljót, en verst er, að hún er
„29
sonn.
Þegar Kristján kammerráð kom til þings í Reykjavík seint í
júní árið 1845, þá var frændi hans Sigurður Breiðfjörð fyrir
nokkrum dögum sloppinn út úr fangelsi, frá tveggja daga
fangelsisdómi, bláfátækur og heilsulaus. Það fara engar sögur
af því að þessi frændi hans frá Skarði hafi gert minnstu tilraun
til þess að koma í veg fyrir að þessi „ástmögur Iðunnar“ þyrfti