Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 105
BENEDIKT GABRÍEL
103
Benedikt lýsir ferð norður á Hornstrandir og þykir grösugt. Ræðir um
það hvað hann hafði keypt sér um sumarið m. a. hest.
Ormsstöðum, 1. desbr. 1878
Elskuleg dóttir góð!
Eg þakka þér hjartanlega fyrir öll þín góðu bréf, eg man nú
ekki hvað mörg, en eg held að eg hafi fengið þau öll með
skilum, þó eg ekki hafi komið því við að svara þeim fyrri en
núna, sem ekki kemur af öðru en því að eg hefi í allt sumar
verið í sífeldum lækníngatúrum; fyrst fór eg vestan úr
Tálknafirði og norður á Hornstrandir og komst norður í
Rekavík bak Látrum og langaði mig til að fara lengra og það
alveg norður á Horn, en þá þrutu mig meðul svo eg varð að
fara með Díönu suður í Stykkishólm og sækja þau híngað
heim — og þá var það sem eg sá móður þína í svip í
Stykkishólmi. Svo var eg hér heima halfann mánuð að útbúa
mig aptur, og fór eg þá landveg vestur að Djúpi og innanum
allt Djúpið í lækníngatúr, svo útá Tanga og suður aptur með
Díönu seinast í septembermán. Síðan hef eg nú haldið til hér á
Ormsstöðum og haft töluverða aðsókn og einusinni verið
sóktur vestur í Bjarneyjar.
Gaman þókti mér að ferðast um Homstrandir, því eg hafði
aldrei komið þangað fyrri. Fólkið er mjög gestrisið og alúðlegt
og ekkert durnalegra en víða annarstaðar; sveitimar grösugar
og mjög einkennilegar og skáldlegar, fólk fremur við góð efni
og skuldlaust, og langar mig til að fara þangað ef eg lifi að
sumri, og kynna mér þenna útkjálka landsins betur. Að vori
hef eg líka í hyggju að flytja mig alfarinn vestur að Djúpi, en
hvort get eg ekki með vissu sagt þér ennþá, en skal skrifa þér
það seinna, eg hef helst hug á að setjast að innarlega við
Djúpið, en ekki nálægt Tánganum, því eins er hann og aðrir
kaupstaðir að minni meiníngu, að í þeim og í kríngum þá er
þjóðin spiltust, og sé nokkurt verulegt íslenskt þjóðerni til þá