Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 147
SUMARDÆGRIN SÓLSKINSHEIÐ
145
stórlætið ósveigjanlegt, þess vegna hafði hún látist vera
mállaus.
í Búðardal söng kórinn við ágætar undirtektir, og er kvöld-
verður hafði verið snæddur í boði ungmennafélagsins, var
haldið sem leið liggur vestur í Saurbæ. Nú förum við um land-
nám Auðar djúpúðgu, landnámskonunnar mikilhæfu. Þegar
ekið er fyrir Hvammsfjarðarbotn, er Hvammur, þar sem hún
settist að, skammt fyrir utan fjarðarbotninn. Bærinn Hvamm-
ur, sem nú er kirkjustaður og prestssetur, stendur í allvíðáttu-
miklum dal. Þar er veðursæld mikil og gróðursælt. Hlíðin
austan megin dalsins er vaxin miklu og nokkuð stórvöxnu
kjarri. Dalurinn allur hefir efalaust verið skógi klæddur til
foma. Mörgum þykir fagurt í Hvammi. En fegurðin hefir verið
meiri og fjölbreyttari þegar Auður djúpúðga nam þar land, og
er ekki líklegt, að hún hefði getað valið sér hlýlegri bústað.
Fyrsti bærinn, sem við förum hjá í Saurbænum, er Bessa-
tunga. Þar átti hann heima óðsnillingurinn Stefán frá Hvítadal,
seinustu árin, sem hann lifði.
Langt til veggja, heiði hátt,
hugann eggja bröttu sporin,
hefði ég tveggja manna mátt,
mundi ég leggjast út á vorin.
Kvað hann einhverju sinni. Ég kynntist Stefáni aldrei, en ég
býst við, að hann hafi verið svo mikið barn náttúrunnar, að fátt
hafi lyft huga hans hærra í Bragaheiminum en töfrar sólar og
sumars.
Þegar við ókum niður Saurbæinn, mættum við svanahópi,
sem heilsaði okkur með sínu fagra, alþekkta kvaki. Það var
kærkomin kveðja, er hlýleiki fylgdi og vinarhugur frá æsku-
stöðvunum. Þá varð einum hagyrðingnum í ferðinni að orði:
Þegar Saurbær svásan leit,
sætir tónar klingja,
heilsaði fögur svanasveit
svönum Breiðfirðinga.