Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
Endurreisn Alþingis 1845
Stiftamtmaðurinn á íslandi 1838^41, C. E., Bardenfleth, lagði
til við konung og kansellíið í Kaupmannahöfn að stofnuð yrði
nefnd embættismanna til þess að ræða málefni Islands og hún
legði síðan málefnin fyrir konung og kansellíið. Konungur,
Friðrik 6, gaf út úrskurð varðandi þessa nefnd árið 1838 og
tilnefndi menn í nefndina. Stiftamtmaðurinn skyldi boða til
fundar amtmennina tvo, biskupinn og einn prófast, dóm-
stjórann í Landsyfirréttinum, landfógetann og einn sýslumann
úr hverju amti. Eitt mál er nefnt sem skyldi vera til umræðu,
en það var tilhögun kosninga íslendinga á ráðgjafarþingið í
Hróarskeldu.
Embættismannanefndin kom saman 1839 og 1841, og var
1841 „sammála um það meginatriði í boðskap konungs, að
fslendingar skyldu hafa sérstakt þing, en hins vegar greindi þá
á um ýmis atriði í tilhögun þess“.35 Stjórnardeildir konungs,
kansellíið og rentukammerið, fjölluðu um þingmál íslendinga
snemma vors 1840 og lögðust gegn íslensku þingi, en í maí
sama vor gaf konungur, Kristján 8, út úrskurð þar sem hann
lýsir yfir „að tilgangi fulltrúaþinganna verði betur náð, ef ís-
lendingar kjósi sjálfir menn til þeirra“.36
Konungur lætur kansellíið mælast til þess við embættis-
mannanefndina að hún athugi „hvort ekki muni vel til fallið að
stofna ráðgjafarþing á íslandi, og láti þar eiga setu menn þá, er
landsmenn hafa sjálfir kjörið“.37 íslendingar fögnuðu þessum
boðskap og embættismannanefndin einnig, en þar greindi
menn á um einstök atriði, þó vildu þeir sníða þingið sem mest
eftir dönsku ráðgjafarþingunum. Nefndin gerði tillögur sem
voru samþykktar, þar var gert ráð fyrir 25 ára kosningaaldri
karla og kosningarétturinn bundinn við eignir, 10 hundruð í
jörð, hafa á leigu 20 hundraða jörð, eða eiga húseign að
verðmæti 1000 ríkisdalir. „Sennilega hafa innan við 5%
íslendinga haft kosningarétt, og var það ekki lakara hlutfall en
gerðist yfirleitt í Evrópu á þessum tíma.“38
Embættismannanefndin lagði til að þingmenn yrðu 26, 20