Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 47
KOSNINGAR Á SNÆFELLSNESI 1844
45
þeirra þjóðkjörnir í einmenningskjördæmum, einn í hverri
sýslu og einn fyrir Reykjavík, en 6 væru konungkjörnir.
Nefndin ætlaðist til að umræður á þinginu færu fram á
íslensku, og það væri háð fyrir luktum dyrum en Alþingis-
tíðindi gefin út, gefin hreppstjórum og sýslumönnum, en seld
hverjum sem hafa vildi. Agreiningur varð í nefndinni um
þingstaðinn, sjö af tíu vildu hafa þingið í Reykjavík en hinir á
Þingvöllum. Það skyldi vera ein málstofa, kjósa sér sjálft
forseta og skrifara og það skyldi vera „aðeins ráðgefandi",
koma saman annað hvert ár og sitja í mánuð. Alþingi kom
saman til fyrsta fundar síns sem ráðgefandi fulltrúaþing í
Reykjavík hinn 1. júlí 1845, eftir að setningu þess hafði verið
seinkað um eitt ár.39
Kjörbók Snœfellsnessýslu
Á titilsíðu „Kjörbókar Snæfellsnessýslu“, sem geymd er í
Þjóðskjalasafni, stendur eftirfarandi:
Denne af otte og fyrretyve qvartsider bestaaende, gjennem-
dragne, og af Amtet forseglede bog, auctoriseres hermed til
at være Protocol over de Mænd, der ere valgbare i Sne-
fjeldsnæssyssel, til Altinget i Island i Overensstemmelse
med Forordningen af 8de Marts 1843 § 28.
Islands Vester Amts Contoir
Stappen den 28de Jan: 1844
Thorsteinsson40
Amtmaður Vesturamts var Bjarni Thorsteinsson, og bjó
hann á Arnarstapa.
I kjörbók þessari er mjór dálkur fyrir sókn þá, eða þinghá,
sem þeir sem kusu voru úr, þá er breiðari dálkur fyrir þá
kjörgengu, þá sem kosnir voru, og síðan dálkur fyrir nöfn
þeirra sem kusu.
Önnur „Kjörbók Snæfellsnessýslu“ er til, undirrituð sama
dag af Bjama amtmanni. Hún er með sama formála að því