Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 103
BENEDIKT GABRÍEL
101
Hér er vikið aftur að Tegner og óheppni hans við lœkningar, og einnig
nefnir Benedikt að Gabríella eigi að skrifa systrum hans.
Felli í Tálknaf. 16. maí 1878
Elskuleg dóttir góð!
Eg þakka þér nú í einu orði hjartanlega fyrir öll þín góðu bréf
með hverri póstferð í vetur, sem mér hefir þókt mjög vænt um.
En það bið eg þig að misvirða mér ekki þó eg hafi ekki getað
skrifað þér með hverri ferð. Því bæði er eg nú ef satt skal
segja orðinn pennalatur, og þarf líka ætíð mörgum að skrifa
þegar póstur gengur; sem eg þó stundum í vetur átti bágt með
vegna kulda, því ofninn vantaði, en að öðru leyti hefir farið
vel um mig, svo hafði líka bæði bamakennslu á hendi og
nokkra aðsókn af meðalafólki. Eg læt mér nú nægja að vísa
þér til bréfs stjúpa þíns um, hvort og hvernig þú getir skrifað
mér framvegis, og líka hef ég dálítið drepið á við hann, ef þú
vildir fara úr Rvík og vera á góðum sveitabæ, og get eg ekki
meira sagt þarum að þessu sinni, en gaman þækti mér að
heyra meiníngu þína þarum við hentugleika. Eg vonast eptir
seðli frá þér á ísafjörð með júníferðinni, og ef þú þá gætir
skrifað systrum mínum eitthvað skyldi eg spila þær upp í að
skrifa þér aptur, eg veit vel að þær eru pennalatar, já verri en
eg, þeim líður öllum bærilega það eg veit, engin þeirra hefir
samt skrifað mér í vetur nema Hildur.
Þú gatst um í einhverju bréfi þínu að þjer þækti gaman að
frétta frá Tegner og hans jómfrú, þau hafa verið hér á Vatneyri
sem er skammt héðan í vetur, þau vildu giptast í haust en
fengu ekki, samt hafa þau í vetur lifað paa Polsk som man
siger og sofið saman, og yfirhöfuð hefir farið dauft orð af
honum hér í vetur, hann þykir bæði óheppinn og óþýður
læknir, hefir líka lengst af verið meðalalaus. Um einn mann
vitjaði hann hér í haust, sem var fótbrotinn og hafði franskur
læknir og Þorvaldur áður búið um beinbrotið, og var á