Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 121
GUÐRÍÐUR Á SPÁKELSSTÖÐUM
119
urður var svo á Spákelsstöðum fram yfir fermingu. Hann
fór síðan að Sælingsdalstungu í Hvammssveit og dó þar
unglingspiltur, úr bamaveiki að ég held. Hann sendi mér
jólakort frá Tungu, það gæti hafa verið síðustu jólin sem
hann lifði, og mér hefur verið sagt hvað ég var hrifin og
glöð þegar ég gekk um og sýndi öllu heimilisfólkinu á
Spákelsstöðum kortið.
Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég skynja hvernig þakklætið
fyrir þetta löngu glataða jólakort hefur varðveist í hugskoti
fóstm minnar. Með djúpum trega verður mér hugsað til þessa
löngu liðna frænda míns og alnafna sem var hrifinn brott á
morgni lífsins af illvígum sjúkdómi. Ef til vill voru þetta
síðustu jólin hans, ef til vill sendi hann aldrei neitt jólakort
utan þetta eina sem vakti svo mikinn fögnuð hjá lítilli frænku
hans í Laxárdalnum.
En víkjum þá aftur að Önnu Jónsdóttur og manninum
hennar sem var burtkallaður frá konu og sex börnum með svo
ótímabærum hætti. Hann hét Markús Sigurðsson og var bóndi
að Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi. Hann dó 1892 tæplega
fimmtugur að aldri. Markús var raunar náskyldur Jóni
Markússyni á Spákelsstöðum því að Helga Markúsdóttir,
móðir hans, var systir Jóns. Um þetta leyti stendur Guðríður á
Spákelsstöðum á sextugu. Yngsta barn hennar, Jón, er 18 ára
og sjálf er hún búin að vera ekkja í fjögur ár. Sex árum síðar,
árið 1898, tekur sonur hennar, Guðbrandur, við búsforráðum á
Spákelsstöðum.
Næstu tvo áratugina situr Guðríður í góðri elli á Spákels-
stöðum í skjóli Guðbrandar og Sigríðar Margrjetar konu hans.
Að sinni brestur mig heimildir um veru Kristjáns Markússonar
hjá frænku hans á Spákelsstöðum en vísast er að hann hafi
ekki verið þar lengur en til fermingar, sem gæti hafa verið árið
1894. Sigurður bróðir hans var á vegum Guðríðar fram yfir
ferminguna, en trúlega hefur hann verið fermdur árið 1906.
Eftir það fer hann að Sælingsdalstungu í Hvammssveit eins og
áður segir. Þetta er einmitt sama árið og fóstra mín kom í