Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 170
168
BREIÐFIRÐINGUR
verður henni aldrei skilað aptur. Nú eru í skólanum á sama
tíma systkini, sem eiga heima í Neshrepp ytri skulu þá
aðeins borgaðar fyrir tvö, 20 kr., fyrir þrjú 25 kr., fyrir
fjögur 32 kr. Hreppsnefndin skal borga fyrir þá, er njóta
styrks úr fátækrasjóði eður sökum fátæktar ekki geta borgað
kennslukaupið sjálfir.
25. gr. Skólanefndin á að hafa gætur á, að skólabekkjun-
um sje haldið vel hreinum, að þar sjeu áhöld þau, sem nauð-
syn er á og að þar sjeu lopthreinsunarsmugur (ventílar). Svo
á nefndin að öðru leyti að hafa eptirlit með, að húsinu og
húsgögnum öllum sje ávallt viðhaldið í tilhlýðilegu standi.
26. gr. Tekjur skólans eru þær, sem nú skal greina:
a, kennslueyrir (24. gr.), b, sektir fyrir brot mót því sem
ákveðið er í reglugjörð þessari, c, gjafir, d, fje, sem menn
ánefna eptir sinn dag, e, árlegt tillag úr sveitarsjóði, f, árlegt
tillag úr landssjóði.
Sandi 19. febrúar 1889
Helgi Ámason Láms Skúlason
Brandur Bjamason
Réttu ári eftir að uppkastið að reglugerðinni er sent stiptsyfir-
völdum til umsagnar, kemur hún til baka með litlum breyting-
um. Endanlega er því reglugerð fyrir Barnaskólann á Hellis-
sandi samþykkt með bréfi stiptsyfirvalda þann 6. febr. 1890.
Undir þessa samþykkt skrifar Hallgrímur Sveinsson biskup.
Kennslan 1888-1909
Skólaárin 1888-1890
Engar skýrslur hafa fundist um skólahald á Hellissandi fyrstu
starfsár hans og raunar ekkert skriflegt fyrr en árið 1889 er
beiðni berst um styrk til skólans og samin eru drög að reglu-
gerð. Eins og að framan greinir er það aðeins frásögn Ing-