Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 153
SUMARDÆGRIN SÓLSKINSHEIÐ
151
sléttur og veður fagurt, enda kom það sér vel. Við vorum svo
heppin, að einn kórfélaga er ágætur harmonikuleikari. Hann
lék nú dillandi danslög suður Breiðafjörð, en við dönsuðum á
þilfarinu á „Baldri“.
Um kvöldið voru tvær söngskemmtanir hafðar hver eftir
aðra í samkomuhúsi Stykkishólms. Þegar síðari söngskemmt-
uninni lauk, var sest að kaffidrykkju í boði Stykkishólms-
hrepps. En því næst hófst dansleikur í samkomuhúsinu og
skemmti fólk sér þar hið besta fram undir morgun.
Stykkishólmur stendur á nesi, sem gengur nokkuð út í
Breiðafjörð, skammt fyrir utan mynni Hvammsfjarðar. Nes
þetta er hið fræga Þórsnes, þar sem elsta þing á landinu, Þórs-
nesþing, var haldið. Bær er á nesinu, ekki langt frá Stykkis-
hólmi, er heitir Þingvellir. Þarna mun þingið hafa verið háð. A
Þórsnesi er einnig hið fomfræga höfuðból, Helgafell. Þjóð-
trúin segir, að sá, sem gengur upp fellið í fyrsta skipti, eigi
aldrei að líta til baka á leiðinni upp, og geti hann þá óskað sér
hvers sem hann fýsi, er upp kemur. Helgafell var um langt
skeið bær Guðrúnar Ósvífursdóttur. Þar bjó einnig Snorri
goði. Hann þótti spakur að viti og leituðu margir ráða til hans.
Það var hann sem svaraði ádeilum heiðinna manna á alþingi
kristnitökuárið með hinum alkunnu orðum: „Hverju reiddust
goðin, þá er jörð brann, þar sem nú stöndum vér.“ A
Helgafelli var síðar stofnað mikið og auðugt munkaklaustur.
Mánudaginn 25. júní, sem var síðasti dagur ferðarinnar, var
lagt af stað úr Stykkishólmi skömmu eftir hádegi og ekið sem
leið liggur til Reykjavíkur.
Er þangað kom fór hver heim til sín með ógleymanlegar
minningar um skemmtilega för. Allt stuðlaði að því. Veðrið
var ágætt og gestrisni fólksins, hvar sem við komum, var svo
einlæg og hlý, að seint mun gleymast.
Ég get ekki stillt mig um að láta nokkrar ferskeytlur, er
ortar voru í ferðinni, fylgja þessum línum. Þær gera ekki kröfu
til að vera talinn veigamikill skáldskapur. En þær gefa nokkra
hugmynd um tilfinningar ferðafólksins og hug til Breiðafjarð-
ar og áhrifin, sem það varð fyrir þar. Ég læt höfundanna ekki