Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 107
BENEDIKT GABRÍEL
105
Jakob sá sem hér um rœðir var Jakob Guðmundsson prestur á Sauðafelli
sem lenti í málaferlum vegna hómópatameðala. Skömmu síðar eða
haustið 1880 lenti Lárus Pálsson hómópati í málaferlum og fékk sekt
fyrir »ólöglegar lœkningatilraunir« og urðu nokkur blaðaskrif um þetta
mál þá um haustið. Um þau rœðir Guðrún P. Helgadóttir í nýútkominni
bók Lárus hómópati. Má telja víst að þessi mál öll hafi orðið til að
draga kjark úr Benedikt.
Ormsstöðum, 15. Febr. 1879
Elskuleg dóttir góð
Þó eg skrifaði þér hér í vetur með síðasta pósti og þakkaði þér
fyrir þín mörgu og góðu bréf, þá ætla eg samt að ávarpa þig
með fáeinum línum, þó þær því miður ekki geti orðið þér til
neinnar verlegrar skemtunar.
Mér líður fyrir Guðs náð bærilega þó með lakara móti, ef
satt skal segja, eg er líka nú í seinni tíð orðinn miklu lakari til
heilsu en eg hef átt vanda til. Svo veit eg nú ekkert hvað um
mig verður eptirleiðis og ollir það mér áhyggju, því vand-
fengnir eru mér hentugir staðir, og eg er farinn að kvíða svo
fyrir öllum breytíngum. Stjúpi þinn er að tala um að eg útvegi
þér verustað, en einsog þú veist hefi eg opt boðið það áður og
ekki verið þegið, og þú hefir sjálf skrifað mér að þú vildir
helst vera kyrr í Reykjavík, svo þetta er hvað á móti öðru, og
get eg því ekkert úr því ráðið í þetta sinn.
Svo veit eg ekkert um hvar eg kann sjálfur að verða, en
helst vildi eg að þú gætir verið einhverstaðar nálægt mér, og
verður þetta því að bíða betri tíða, ef Guð lofar okkur að lifa.
Omögulegt er mér núna elskan mín að senda þér nokkurn
skildíng þó eg feginn vildi, og verður heldur ekki við því að
búast fyren ef mér gengi vel í sumar, því þá ætla eg vestur
einsog vant er, ef eg fæ nokkur meðöl en þú sérð nú dæmin á
sra Jakob hvernig það gengur stundum.
Lrka veit maður ekki hvern enda þetta homópatastríð hefir
og verði hún nú með öllu bönnuð þá er sá atvinnuvegur minn