Breiðfirðingur - 01.04.2009, Blaðsíða 29
BREIÐFIRÐINGUR
27
Séð upp í brekkurnar í Stóra-Galtardal, sérfram á Örtugadal.
Á bænum Stóra-Galtardal í Fellsstrandarhreppi kom upp
bráðdrepandi sýki á nautpeningi í ágústmánuði síðastliðið
sumar, og dóu úr henni á fárra daga fresti 3 nautgripir af 5 á
nefndum bæ. Engar orsakir vita menn til veikinnar ... gaf
jeg þá þegar út reglur til bráðabyrgða til að varna útbreiðslu
hennar, ... og skal þess um leið getið, að, þótt eigi væri svo
fyrir mælt, var fjósið í Stóra-Galtardal rifið niður til grunna
og nýtt fjós byggt; að vísu voru notaðir í það viðir úr gamla
fjósinu, en þeir voru áður sviðnir í eldi allir að utan. Eptir
það virtist sem sýkin væri algjörlega niður fallin, og þótti
mjer því ekki þörf að leita ráðstafana hins háa Amts út af
henni. En í öndverðum fyrra mánuði tók sýkin aptur að
gjöra vart við sig í hreppnum, og var það með þeim atvikum,
að naut var lánað frá Kjallaksstöðum að Stóra-Galtardal;
brá þá svo við, þegar er nautið kom heim aptur, sýktist það
og dó, og á næstu 4 sólarhringum dóu ennfremur á
Kjallaksstöðum 2 aðrir nautgripir og 1 hross, er gefið hafði
verið moð frá kúnum. Nautgripir þessir voru þó skornir áður
en þeir urðu sjálfdauðir.