Breiðfirðingur - 01.04.2009, Blaðsíða 72

Breiðfirðingur - 01.04.2009, Blaðsíða 72
70 BREIÐFIRÐINGUR Gestur ríður nú um daginn vestan úr Saurbæ og kemur til Sælingsdalslaugar og dvelst þar um hríð. Guðrún kom til laugar og fagnar vel Gesti, frænda sínum. Gestur tók henni vel og taka þau tal saman, ... En er á líður daginn mælti Guðrún: Það vildi ég frændi að þú riðir til vor í kvöld með allan flokk þinn,... og það með að þú gistir þar hvert sinn er þú ríður vestur eða vestan (Laxdœla saga, 1973, bls. 81). Hér er sagt að Gestur hafi komið til laugar og dvalið þar um hríð, ekki er sagt hvers vegna hann áði einmitt þarna. Guðrún „kom til laugar“ enda er ekki óeðlilegt að heimamaður fari til laugarinnar sem var í landi jarðarinnar þegar flokk manna ber þar að. Þegar Guðrún fer í þetta sinn til laugarinnar er hún kornung stúlka innan við fimmtán ára og hún fer með boð frá föður sínum um að Gestur „riðir til vor“. Ef flokki manna er boðið að ríða til vor, til gistingar, bendir það til þess að laugin sé ekki rétt við bæjarvegginn eða innan túns. Ekki er hægt að túlka orðin „riðir til vor“ á annan máta en að Guðrún sé að bjóða Gesti og hans flokki heim. Gestur í Haga áði við laugina með flokk sinn sem þýðir að þeir hafa farið af baki, Guðrún býður þeim að fara á bak aftur og „ríða til vor“. Þessi frásögn virðist benda til þess að laugin hafi verið fjarri bænum á Laugum, nema að sögnin að „ríða“ þýði hér eitthvað annað, til dæmis að teyma klárana, eða einfaldlega hafi ritara sögunnar fundist fara betur, að orða heimboðið með þessum orðum. Hafi bær Ósvífurs Helgasonar ekki staðið á því bæjarstæði sem talið er að allir Laugabæimir hafi staðið á frá upphafi, hvar stóð hann þá? Laugar eru frekar landlítil jörð, stór hluti jarðarinnar er Laugarfell, hlíðar þess, hólar og framskrið úr Laugarfelli. Þegar gengið er um land jarðarinnar virðist ekki vera um marga staði að ræða sem gætu verið bæjarstæði Guðrúnar. Bæjarstæðið sem talið er að allir bæir hafi staðið á er undir brekku (sjá meðfylgjandi mynd Collingwods af Laugabænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.