Breiðfirðingur - 01.04.2009, Blaðsíða 106
104
BREIÐFIRÐINGUR
Auðunn Bragi Sveinsson
Geir Sigurðsson
frá Skerðingsstöðum
Seint á túnaslætti 1966 bar mann einn að garði á heimili
mínu, sem þá var í skólastjórabústaðnum Gerði í Þykkvabæ í
Rangárþingi. Maðurinn leit út fyrir að vera nokkuð við aldur,
en hress í bragði. Ég hafði auglýst eftir kennara að skólanum
hjá mér, án þess að eftir væri sóst af réttindafólki. En þarna var
einn kominn til að líta á staðinn og kynna sig fyrir mér.
Maðurinn sagðist heita Geir Sigurðsson. Kvaðst vera fyrrverandi
bóndi úr Dalasýslu. Hefði setið að búi sínu að Skerðingsstöðum
í Hvammssveit um langa hríð, en væri nýlega hættur öllum
sveitabúskap. Hefði verið kennari í Þverárskólahveríi í Vesturhópi
og átt aðsetur í Vesturhópshólum, hjá þeim ágætu hjónum Hjalta
Guðmundssyni bónda og Margréti Guðmundsdóttur, sem Geir
lofaði mjög.
Hann sagðist vera fæddur 1902. Hefði stundað nám í
unglingaskólanum í Hjarðarholti, hjá Birni H. Jónssyni, en
síðar í Samvinnuskólanum, en ekki lokið námi þar. Hvað kom
til, spurði ég. Geir sagðist hafa orðið að fara heim um jól seinna
námsárið, vegna þess að fóstri hans, Sigurbjörn Magnússon,
bóndi í Glerárskógum, hefði orðið úti þá skömmu fyrir jólin
1925. Beið Geirs þá ekki annað en stritið við búskapinn.
Konu sína, Maríu Ólafsdóttur. missti Geir haustið 1962. Þá
lét hann af búskap og hélt út í kennsluna, að vísu réttindalaus, en