Breiðfirðingur - 01.04.2009, Blaðsíða 76
74
BREIÐFIRÐINGUR
Einar Ingibjargarson fór oftlega um veturinn til laugar með
fimmta mann eða sjötta. Einar Þorgilsson hélt njósnum til
ferðir hans. Hann frétti þá að Einar Ingibjargarson ætlaði
annan dag til laugar. Hann fór þá vestan með þrjá tigu manna
(Sturlunga saga, 1988, bls. 74-75).
Af þessu höfðu Einar og Sturla spurnir og fóru þeir saman
við þriðja tug manna og voru allir alvopnaðir. Einar Þorgilsson
kom þennan sama dag að lauginni með aðra þrjá tigi manna
undir vopnum svo að það hefur verið skrautlegt lið að sýna sig
við laugina þennan dag. En engar sögur fara af þvr hvort þeir
hafa farið í laugina eða hvað laugin var stór né hvar hún var.
Eftir þessum fjölda mætti ætla að laugin hafi verið allstór og að
nokkrir hafr getað setið þar samtímis, en hinir verið á verði og
gætt að mannaferðum, fötum og vopnum. Hefur þá verið þröngt
á þingi að húsabaki bóndans á Laugum, ef sex tigir manna með
hesta sína hafa verið þar, því stutt er frá bænum að heitu
uppsprettunni, ef átt er við laugina skammt fyrir ofan bæinn.
Hafi laugarnar verið tvær og flokkarnir hist á Köldulaugaeyrum,
þar er nægilegt rými fyrir fjölda manns. A þeim eyrum héldu
ungmannafélögin í Dalasýslu lengi héraðsmót sín í frjálsum
íþróttum. Eftir þessar ófriðlegu baðferðir Dalamanna er ekki
staf að frnna um laugarferðir og ekki hafa fundist neinar
heimildir um laug eða laugar á Laugum þar til laust eftir 1700,
þegar Jarðabókin var gerð.
Ámi Magnússon var að sönnu Dalamaður og uppalinn svo
að segja á næsta bæ við Laugar. Afi Árna, Ketill Jörundsson
prófastur í Hvammi, var mikill áhugamaður um forn fræði og
skrifaði upp nokkrar Islendinga sögur, eins og Laxdœlu með
sinni afbragðs fallegu hendi. Ekki er ótrúlegt að þar heima hafi
Árni tekið í arf áhuga á fornum fræðum og lært þá nákvæmni í
fræðimennsku sem hann varð seinna þekktur fyrir. Ekki er
óvarlegt að halda að á Árna tíma hafi verið farið til laugar að
Laugum, og ekki er að efa að hann hefur þekkt Laxdœlu. Þegar